LIVE Föstudagur, 21. Október 2016

Laufskálarétt 2016 
Landsmót 2018 
Bannað að ríða í þéttbýli í Grindavík 
Keppnisdagar KS-Deildarinnar fyrir veturinn 2017. 
20.10.2016 - 14:52

Uppskeruhátíð Skagfirðings frestað

 Uppskeruhátíð Skagfirðings sem halda átti í Miðgarði næstkomandi  laugardag hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna dræmra þátttöku félagsmanna. Búið var að tilnefna ýmsa til knapaverðlauna og verða niðurstöður tilkynntar síðar.
[...Meira]
18.10.2016 - 16:46

Ók á hross undir Akrafjalli

 Ökumaður ók á hross á Innnesvegi undir Akrafjalli um miðnættið aðfaranótt laugardags. Á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á Vesturlandi segir að bílinn hafi tjónast mikið og hafi lent utan vegar. 
[...Meira]
18.10.2016 - 14:40

Úrval Útsýn kemur þér á HM2017

 Það verður veisla á næsta ári þegar heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Oirschot í Hollandi og án efa hafa margir knapar sett stefnuna í landslið Íslands sem mun keppa þar fyrir Íslands hönd. 
[...Meira]
18.10.2016 - 08:16

Hestaíþróttaklúbburinn Fákar og Fjör

 Hjá hestamannafélaginu Fáki  er starfræktur hestaíþróttaklúbbur sem gengur undir nafninu Fákar og Fjör. Nú í haust hóf hann göngu sína að nýju í þriðja sinn og fer áhuginn sívaxandi!
[...Meira]

Áhugavert

SALEHORSES 
Hrossaræktarbúið Akurgerði í Ölfusi 
Hrossaræktarbúið Auðsholtshjáleiga 
SALEHORSES.IS @ FACEBOOK 
Söluhross 

Sex hlutu gullmerki LH

Sörli hlýtur æskulýðsbikarinn

14.10.2016 - 18:45
 60. landsþing Landssambands hestamannfélaga er hafið í Stykkishólmi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra heiðraði samkomuna og flutti setningarávarp.
[...Meira]

Tannlækningar fyrir hross

12.10.2016 - 16:58
Athyglisvert viðtal við Sonju Líndal dýralækni um hrossatannlækningar og fl.
[...Meira]

Árshátíð Léttis

Viðar Bragason íþróttamaður Léttis 2016 og Þóra Höskuldsdóttir afreksknapi Léttis í ungmennaflokki

10.10.2016 - 08:08
 Óhætt er að segja að mikið hafi verið um dýrðir á árshátið Léttis sem fram fór í gærkvöldi. Frábær söngur og við Léttismenn erum svo sannarlega ekki á flæðiskeri staddir með söngvara. Örn Viðar Birgisson gjörsamlega ærði liðið með frábærum söng og þegar þau Örn og Þuríður Sigurðardóttir sem var veislustjóri lögðu raddir sínar saman þá ætlaði allt um koll að keyra. Þvílíkt tvíeyki hér á ferð.
[...Meira]

Myndbönd af öllum hrossum frá LM2016 á www.worldfengur.com

6.10.2016 - 13:21
 Nú verður hægt að skoða öll þau hross sem tóku þátt á Landsmóti 2016 á www.worldfengur.com undir flipanum LM MYNDBÖND.
[...Meira]

Heiðursverðlaunahryssur 2016

6.10.2016 - 09:41
 Hið alþjóðlega kynbótamat fyrir íslensk hross var reiknað og uppfært nú í lok september. Hvað afkvæmahryssurnar varðar kom í ljós að níu hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár en lágmörk til þeirra verðlauna eru að að minnsta kosti fimm dæmd afkvæmi og 116 stig í kynbótamati aðaleinkunnar. Þessar hryssur eru:
[...Meira]

LH óskar eftir upplýsingum

5.10.2016 - 11:12
 Valnefnd sem vinnur að tilnefningum til verðlauna á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember n.k., óskar eftir tölulegum upplýsingum um árangur hrossa frá hrossaræktarbúum sem sýnt hafa frábæran árangur á keppnisvellinum árið 2016, bæði hérlendis og erlendis. 
[...Meira]
Eldri fréttir...