LIVE Miðvikudagur, 26. Október 2016

Árni Björn Pálsson skiptir um lið í Meistaradeild 
Sextán bú tilnefnd sem ræktunarbú árins 2016 
Íslenskir hestar í Danmörku of feitir 
Laufskálarétt 2016 
26.10.2016 - 09:32

Uppskeruhátíðin verður glæsileg

 Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Það stefnir í frábært kvöld með góðum mat, frábærum félagsskap, verðlaunaafhendingum, kveðju frá Gísla Einars í Landanum og öðru skemmtiefni. 
[...Meira]
25.10.2016 - 14:50

Árni Björn Pálsson skiptir um lið í Meistaradeild

 Árni Björn Pálsson hefur yfirgefið lið Auðsholtshjáleigu í Meistaradeild í Hestaíþróttum og gengið til liðs Top Reiter / Sólning en þetta kemur fram á vef Hestafrétta.
[...Meira]
25.10.2016 - 07:39

Folald ársins veit ekki hvort það er hundur eða maður

 Folaldið Von á sér einstaka sögu því það veit ekki hvort það er hundur eða maður. Von fannst í vor móðurlaus en bjargaði sér með því að sjúga mjólkurkýr. Þá er litur Vonar mjög sérstakur því hún er hjálmskjótt og glaseyg með alhvítt höfuð.
 
[...Meira]

Áhugavert

SALEHORSES 
Hrossaræktarbúið Akurgerði í Ölfusi 
Hrossaræktarbúið Auðsholtshjáleiga 
SALEHORSES.IS @ FACEBOOK 
Söluhross 

Sextán bú tilnefnd sem ræktunarbú árins 2016

24.10.2016 - 09:17
  Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 71 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár.
[...Meira]

Suðurlandsdeildin

Ný deild í hestaíþróttum

23.10.2016 - 17:32
 Ný deild í hestaíþróttum mun hefja göngu sína 31. janúar n.k. Suðurlandsdeildin Rangárhöllinni – Hellu. Deildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og Hestamannafélagsins Geysis. Deildin er liðakeppni þar sem keppa munu 10-12 lið. 
[...Meira]

Íslenskir hestar í Danmörku of feitir

22.10.2016 - 12:17
 Nær fjórðungur íslenskra hrossa í Danmörku er of feitur. Þetta er niðurstaða danskrar rannsóknar sem birtist í Acta Veterinaria Scandinavica. Rannsakendur, þau Rasmus B. Jensen, Signe Hartvig Danielsen og Anne-Helene-Tauson, komust að því að 24 prósent fullorðinna, íslenskra hesta í Danmörku eru í yfirþyngd, og um tíundi hluti þeirra þjáist af offitu.
[...Meira]

Uppskeruhátíð Skagfirðings frestað

20.10.2016 - 14:52
 Uppskeruhátíð Skagfirðings sem halda átti í Miðgarði næstkomandi  laugardag hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna dræmra þátttöku félagsmanna. Búið var að tilnefna ýmsa til knapaverðlauna og verða niðurstöður tilkynntar síðar.
[...Meira]

Ók á hross undir Akrafjalli

18.10.2016 - 16:46
 Ökumaður ók á hross á Innnesvegi undir Akrafjalli um miðnættið aðfaranótt laugardags. Á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á Vesturlandi segir að bílinn hafi tjónast mikið og hafi lent utan vegar. 
[...Meira]

Úrval Útsýn kemur þér á HM2017

18.10.2016 - 14:40
 Það verður veisla á næsta ári þegar heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Oirschot í Hollandi og án efa hafa margir knapar sett stefnuna í landslið Íslands sem mun keppa þar fyrir Íslands hönd. 
[...Meira]
Eldri fréttir...