LIVE Mánudagur, 27. Febrúar 2017

Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur 
KS-Deildin 2017 - fjórgangur ráslisti 
Lið Mustad í KS Deildinni 2017 
Skeiðfyrirlestur með Didda 
27.02.2017 - 13:55

Árleg fundarferð um málefni hestamanna

  Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
[...Meira]
27.02.2017 - 07:20

Suðuralandsdeildin - Tölt - Ráslistar

 Keppt verður í tölti í Suðurlandsdeildinni á þriðjudaginn. Frábær hross eru skráð til leiks, þrautreynd keppnishross í bland við vonarstjörnur framtíðarinnar. Meðfylgjandi eru ráslistar.
  
[...Meira]
24.02.2017 - 07:04

Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum sigra Gæðingafimi

 Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum sigruðu glæislega gæðingafimina rétt í þessu með 8,63 í einkunn. Ég held að Bergur verði að teljast ótvíræður sigurvegari en hann heillaði stúkuna upp úr skónum með kraftmikilli og spennulausri sýningu. Þar á eftir var liðsmaður hans Elin Holst í öðru sæti og Frami frá Ketilsstöðum með 7.84 í einkunn. 
[...Meira]
23.02.2017 - 11:05

Reiðmennskuveisla í Samskipahöllinni

Meistaradeild Cintamani

 Nú styttist óðum í gæðingafimina. Enginn hestamaður má missa af reiðmennskuveislunni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum! Gæðingafimi í Samskipahöllinni í kvöld, fimmtudag kl. 19:00.
[...Meira]

Áhugavert

SALEHORSES 
Hrossaræktarbúið Akurgerði í Ölfusi 
Hrossaræktarbúið Auðsholtshjáleiga 
SALEHORSES.IS @ FACEBOOK 
Söluhross 

Artemisia Bertus sigrar fjórganginn í KS Deildinni

23.02.2017 - 07:21
 Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu fyrstu keppni í  KS Deildinni sem fram fór í gær en þá var keppt í fjórgangi. Meðfylgjandi eru úrslit kvöldsins.
[...Meira]

Uppfærður ráslisti í Fjórgangi í KS Deildinni

Bein útsending

22.02.2017 - 17:07
 Uppfærðir ráslistar fyrir fjórgang í KS Deildinni, Sýnt verður beint frá fjórgangskeppni KS-Deildarinnar í kvöld á netinu. 
[...Meira]

Ráslistar fyrir gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani

22.02.2017 - 10:55
 Keppt verður í gæðingafimi í Samskipahöllinni í Spretti á morgun en ráslistinn fyrir mótið er klár. Keppni hefst kl. 19:00 og er það Eyrún Ýr Pálsdóttir sem ríður á vaðið á Hafrúnu frá Ytra-Vallholti en þær Eyrún og Hafrún stóðu sig vel í fjórgangnum.
[...Meira]

Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur

22.02.2017 - 07:34
 Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. 
[...Meira]

Sjöunda liðið í KS-Deildinni er lið Líflands!

22.02.2017 - 07:18
 Tamningakonan og tveggja barna móðirin Fanney Dögg Indriðadóttir er liðsstjóri. 
Fanney hefur verið á keppnisbrautinni frá unga aldri og ætíð staðið sig vel. Hún vekur athygli fyrir fágaða reiðmennsku og er útskrifaður reiðkennari frá Hólum.
[...Meira]

Árni mætir með Skímu í gæðingafimina

21.02.2017 - 17:32
 Nú styttist í gæðingafimina en ráslistar birtast á morgn. Árni Björn Pálsson sigraði greinina nokkuð örugglega í fyrra á Skímu frá Kvistum en þau hlutu 8,31 í einkunn. Þau munu mæta aftur í braut á fimmtudaginn en við heyrðum í Árna í dag.
[...Meira]
Eldri fréttir...