Námskeið með Julio Borba, Rúnu Einarsdóttur og Olil Amble

Undirbúingur fyrir HM 2013

21.02.2013
Dagana 26. – 28. febrúar næstkomandi verður námskeið með Julio Borba, Rúnu Einarsdóttur og Olil Amble í reiðhöll Eldhesta og mun byrja kl 9:00.
[...Meira]

Landsliðsnefnd á faraldsfæti

4.02.2013
Landsliðsnefnd LH mun verða á faraldsfæti þriðjudaginn 5. febrúar. Fulltrúar nefndarinnar ásamt liðsstjóra landsliðsins, Hafliða Halldórssyni, munu halda fund í félagsheimili Léttfeta á Sauðárkróki og kynna lykill að vali landsliðsins, dagskrá nefndarinnar fram á sumar og áherslur liðsstjóra.
[...Meira]

Spennandi undirbúningstímabil framundan

23.01.2013
Landsliðsnefnd LH og Hafliði Halldórsson liðsstjóri íslenska landsliðsins sem fer á HM í Berlín í ágúst, hafa sett saman dagskrá fyrir áhugasama landsliðskandídata fram á vor.
[...Meira]

HM2013 – undirbúningur og fræðsla

11.01.2013
Landsliðsnefnd og liðsstjóri Íslenska landsliðsins boða til kynningarfundar miðvikudaginn 16. janúar n.k. fyrir alla þá sem hafa hug á því að taka þátt í  úrtöku fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í byrjun ágúst.
[...Meira]

Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín 2013

-kynningarfundur á morgun kl. 10.00

3.12.2012
Íslandsstofa undirbýr þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem fram fer í Berlín, Þýskalandi dagana 4.-11. ágúst 2013.
[...Meira]

400 íslenskir hestar í gegnum Brandenborgarhliðið

22.11.2012
Tæplega 400 vinir íslenska hestsins skráðu sig til þátttöku í hópreið í miðborg Berlínar, við upphaf Heimsleika íslenska hestsins sem haldnir verða á næsta ári. Sótt hefur verið um leyfi til að ríða í gegnum hið sögufræga Brandenborgarhlið.
[...Meira]
Fréttatilkynning

Iceland Express LM og LH starfa saman næstu tvö árin

21.02.2012
Iceland Express, Landssamband hestamannafélaga (LH) og Landsmót hestamanna (LM) hafa skrifað  undir samstarfssamning og stuðning Iceland Express við LH og LM næstu tvö árin.
[...Meira]

Meistaradeildin hefst í kvöld

Ráslistar

2.02.2012
Meistaradeild í hestaíþróttum hefst í kvöld í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Fyrstu keppni var frestað um viku vegna veðurs og mun veislan hefjast með látum  klukkan 19.00 á fjórgangi. Hófapressan minnir á beina útsendingu fyrir þá sem ekki komast í höllina. Meðfylgjandi eru ráslistar kvöldsins.
[...Meira]

Gamlir garpar sýndir á HM 2013

10.01.2012
Heimsleikar íslenska hestsins sem haldnir verða í Berlín á næsta ári geta orðið mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn. Hópreið í gegnum Brandenborgarhliðið í miðborg Berlínar gæti vakið heimsathygli.
[...Meira]

Stefnir frá Tunguhálsi á “Old Heroes” HM 2013

Frábær hugmynd til að heiðra gömlu stjörnurnar orðin að veruleika

30.11.2011
Lið Íslands er að stækka fyrir “Old Heroes” á HM 2013 í Berlín. Stefnir frá Tunguhálsi hefur staðfest konu sína en Hulda Gústafsdóttir varð í öðru sæti á honum í fimmgangi á HM 1995.
[...Meira]

Fyrsti þátttakandinn frá Austurríki á Old Heroes á HM 2013 er Blær frá Minni Borg

28.11.2011
Þrír stórgæðingar til viðbótar boða komu sína á ,,Old Heroes'' á HM 2013 í Berlin. Gordon frá Stóru Ásgeirsá (1988) heimsmeistari í skeiði ásamt Didda Bárðar. Gordon er í fantaformi en hann er í eigu Bernd Schliekermann.
[...Meira]

Búið að velja fyrstu hross á Heimsleika 2013!

28.11.2011
Búið er að stofna síðu á Facebook sem heitir Gamlar hetjur – við verðum á HM í Berlín 2013. Tilgangur þessa hóps er að safna saman 30 gömlum hetjum (hrossum) sem keppt hafa á HM og verða sýnd á Heimsmeistaramótinu í Berlín 2013.
[...Meira]
Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður í fyrsta skiptið haldið í stórborg árið 2013:

Íslenski hesturinn í miðborg Berlínar

7.11.2011
Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í Berlín og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Rúnar Þór Guðbrandsson, tengiliður undirbúningsnefndar á Íslandi, segir mikinn áhuga fyrir mótinu.
[...Meira]

HM í Berlín 2013 - kynningarfundir

Búist er við a.m.k. 20.000 gestum frá 19 þjóðlöndum

2.11.2011
Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í fyrsta skipti í miðri stórborg. Mótið verður haldið á fallegum stað í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst. Búist er við a.m.k. 20.000 gestum frá 19 þjóðlöndum.
[...Meira]
Krákur frá Blesastöðum 2006