Sigursteinn og Alfa sigra töltið

30.06.2012
Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A  sigruðu töltið á Landsmóti 2012.
[...Meira]

Artemisia sigraði einstaklingskeppnina

Top Reiter / Ármót sigraði liðakeppnina

31.03.2012
Úrslitin í einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar réðust í gærkveldi. En það var Artemisia Bertus, Hrímnir, sem sigraði hana með 48,5 stig. Artemisia var jafnframt kosin Fagmannlegasti knapi deildarinnar 2012 en hann var kjörinn af áhorfendum, dómurum og stjórn deildarinnar.
[...Meira]

Ráslistar í fimmgangi fyrir Meistaradeild

29.03.2012
Á morgun föstudag fer fram lokamót Meistaradeildar í hestaíþróttum en þá verður keppt í fimmgangi. Nú hafa allir keppendur skilað inn upplýsingum um þau hross er þeir keppa á og mega áhorfendur eiga von á veislu á morgun.
[...Meira]

Úrslitin ráðast á lokamótinu

28.03.2012
Lokamót Meistaradeildar verður haldið föstudaginn 30 mars í Ölfushöllinni. Þar sem mikil eftirvænting er fyrir þessu lokamóti mun húsið opna kl 17:00 þar sem gestir geta fylgst með knöpum og hestum undirbúa sig fyrir loka átökin, gríðarleg spenna er í deildinni og geta fjórir knapar tryggt sér þennan spennandi Meistaradeildar titil  ekki má gleyma liðakeppninni þar er ekki síður hart barist.
[...Meira]

Lokamót Meistaradeildar

27.03.2012
Á föstudaginn klukkan 19:00 fer fram lokamót Meistaradeildar í hestaíþróttum, í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, en þá verður keppt í fimmgangi.
[...Meira]

Skeiðmót Meistaradeildarinnar

Ráslistar

22.03.2012
Skeiðmót Meistaradeildar í hestaíþróttum fer fram að Ármóti núna á laugardaginn klukkan 12:00. Gera má ráð fyrir harðri keppni í báðum greinum þar sem margir sterkir hestar eru skráðir til leiks.
[...Meira]

Skeiðmót á laugardag í Meistaradeildinni

Haldið í Ármóti

20.03.2012
Næsta laugardag fer fram Skeiðmót Meistaradeildar í hestaíþróttum en þá verður keppt í 150m skeiði og gæðingaskeiði. Mótið fer fram að Ármóti og verður mikið um dýrðir þar á laugardaginn.
[...Meira]

Sara og Díva sigruðu slaktaumatöltið

Valdimar og Prins sigruðu fljúgandi skeiðið

9.03.2012
Þær Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum komu sáu og sigruðu A-úrslitin í gærkveldi með einkunnina 8,54. Annar varð Jakob S Sigurðsson á Al frá Lunum með einkunnina 8,29 og þriðja varð sigurvegari B-úrslitanna Hulda Gústfsdóttir á Sveig frá Varmadal með einkunnina 8,00.
[...Meira]

Meistaradeildin á morgun fimmtudag kl 19:00

Ráslistar

7.03.2012
Þá hafa keppendur skilað inn öllum upplýsingum um þau hross er þeir mæta með í Ölfushöllina annað kvöld kl 19:00 en þá verður keppt í slaktaumatölti og fljúgandi skeiði.
[...Meira]

Meistaradeild á fimmtudag

Slaktaumatölt og fljúgandi skeið

6.03.2012
Á fimmtudag kl 19:00 fer fram fjórða mót Meistaradeildar í hestaíþróttum. En þá verður keppt í slaktaumatölti og fljúgandi skeiði í gegnum höllina.
Keppendur eru að leggja lokahönd á val sitt á hestum og verða ráslistar birtir á morgun.
[...Meira]

Sara Ástþórsdóttir vann töltið í Meistaradeildinni

23.02.2012
Sara Ástþórsdóttir vann töltið í Meistaradeildinni nú í kvöld á dívunni, Dívu frá Álfhólum. John Kristinn Sigurjónsson varð annar á Tón frá Melkoti og í þriðja sæti varð Eyjólfur Þorsteinsson á Háfeta frá Úlfsstöðum.
[...Meira]

Artemisia efst eftir forkeppni í tölti í Meistaradeildinni

23.02.2012
Artemisia Bertus stendur efst eftir forkeppni í tölti með 7,77. Í öðru sæti er Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey með 7,67 og í þrija sæti er John Kristinn Sigurjónsson og Tónn frá Melkoti með 7,63.
[...Meira]

Meistaradeild 2012 - Nú er það Tölt

Ráslistar

22.02.2012
Þá er orðið ljóst hvaða hestum knapar tefla fram annað kvöld klukkan 19:30 þegar keppt verður í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum. Að venju fer keppnin fram í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli.
[...Meira]

Meistaradeild 2012 tölt á fimmtudag

Forsala aðgöngumiða hafin

21.02.2012
Á fimmtudaginn klukkan 19:30 verður keppt í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum. Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter og Líflandi og verða miðar komnir seinna í dag í Baldvin og Þorvald á Selfossi.
[...Meira]

Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli unnu Gæðingafimina í kvöld

9.02.2012
Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli unnu Gæðingafimina í kvöld í Meistaradeikdinni. Sara Ástþórsdóttir varð í öðru sæti á  Dívu frá Álfhólum og Jakob Svavar Sigurðsson varð í þriðja sæti á  Árborg frá Miðey.
[...Meira]

Artemisia og Korgur efst eftir forkeppni í Gæðingafimi í Meistaradeild

9.02.2012
Þá er forkeppni í gæðingafimi lokið  í Ölfushöllinni. Efst eftir forkeppni í Gæðingafimi eru Artemisia Bertus, Hrímnir, og Korgur frá Ingólfshvoli með einkunnina 7,47.
[...Meira]
Opið bréf til Meistaradeildar í hestaíþróttum

Meistaradeild til sölu

Fyrir þrjátíu silfurpeninga

9.02.2012
Það var með nokkuri bjartsýni og eftirvæntingu sem ég beið eftir fyrsta móti Meistaradeildar í hestaíþróttum 2012. Ég hafði veður af því að bæði dómarar og keppendur ætluðu að vanda sig venju fremur og hafa í heiðri grunnmarkmið góðrar reiðmennsku; að verðlauna listina, en draga niður spennureið og grodda. Sú ósk rættist að miklu leyti. Takk fyrir það.
[...Meira]

Meistaradeild Gæðingafimi

Ráslistar

8.02.2012
Á morgun fimmtudag verður keppt í gæðingafimi í Meistaradeild í hestaíþróttum. Mótið hefst klukkan 19:30 í Ölfushöllinni. Keppendur eru í óða önn að fínpússa prógrömm sín fyrir morgundaginn og má gera ráð fyrir hverri glæsisýningunni á fætur annarri á gólfi Ölfushallarinnar.
[...Meira]

Meistsradeildin á RÚV

8.02.2012
Í kvöld klukkan 23:20 verður fyrsti þátturinn um Meistaradeild í hestaíþróttum á RÚV. Í þættinum verður fjallað um fyrsta mót deildarinnar sem fór fram fimmtudaginn 2. febrúar. Umsjónarmaður þáttarins er Samúel Örn Erlingsson.
[...Meira]

Meistaradeild 2012 Gæðingafimi á fimmtudag

6.02.2012
Nú á fimmtudaginn fer fram annað mót Meistaradeildar í hestaíþróttum en þá verður keppt í gæðingafimi og hefst mótið klukkan 19:30 í Ölfushöllinni. Æfingar standa yfir á fullu og má gera ráð fyrir skemmtilegri keppni á fimmtudagskvöldið og verður spennandi að sjá hver stendur efst á palli í lok kvölds.
[...Meira]
Dynur frá Hvammi og Þórður Þorgeirsson