Veðurhorfur á landinu

Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt, en heldur hvassara við suðausturströndina og á Ströndum. Skýjað og smá skúrir, en bjartara yfir fyrir austan. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast austanlands. Gildir frá: 27 Jun 2017 03:00:00 GMT Gildir til: 28 Jun 2017 00:00:00 GMT


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt, en bjart með köflum A-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-verðu landinu.

Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis. Hiti yfirleitt 9 til 15 stig. Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna suðvestantil um kvöldið.

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið vestanlands. Áfram fremur milt í veðri.

Á mánudag:
Útilt fyrir norðlæga átt, sums staðar skúrir og kólnandi veður, einkum norðantil. Gildir frá: 28 Jun 2017 12:00:00 GMT Gildir til: 03 Jul 2017 12:00:00 GMT