HM í Berlín 2013 - kynningarfundir

Búist er við a.m.k. 20.000 gestum frá 19 þjóðlöndum

02.11.2011 - 12:01
Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í fyrsta skipti í miðri stórborg. Mótið verður haldið á fallegum stað í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst. Búist er við a.m.k. 20.000 gestum frá 19 þjóðlöndum.

Íslandsstofa í samvinnu við skipuleggjendur Heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Berlín 2013, bjóða á kynningarfund þar sem heimsmeistaramótið 2013 og sýningar- og sölusvæðið verða sérstaklega kynnt.

Laugardaginn 5. nóvember nk. er fundur klukkan 14, á Hótel Íslandi/Park Inn, Ármúla 9. Þessi kynning er eingöngu ætluð fyrirtækjum sem bjóða upp á hestatengdar vörur og þjónustu.

Mánudaginn 7. nóvember nk. er fundur kl. 14, að Borgartúni 35, 6. hæð.
Kynning ætluð öllum öðrum fyrirtækjum og einstaklingum. Þar sem mótið er nú haldið í miðri Berlín bjóðast nýir og spennandi möguleikar.

Á fundunum munu fulltrúar HM í Berlín fara yfir skipulag mótsins og kynna sérstaklega sýningar- og sölusvæðið. Fulltrúar Íslandsstofu munu einnig kynna þá fjölbreyttu möguleika sem í boði eru fyrir íslensk fyrirtæki.

Áhugasamir skrái sig á [email protected] eða í síma 511 4000 fyrir 3. nóvember.

Upplýsingar um mótið má finna á vefslóðinni www.berlin2013.de
 
Nánari upplýsingar veita Berglind Steindórsdóttir, [email protected]
og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, [email protected] eða í síma 511 4000.