Fyrsti þátttakandinn frá Austurríki á Old Heroes á HM 2013 er Blær frá Minni Borg

Blær frá Minni Borg

28.11.2011 - 17:47
Þrír stórgæðingar til viðbótar boða komu sína á ,,Old Heroes'' á HM 2013 í Berlin. Gordon frá Stóru Ásgeirsá (1988) heimsmeistari í skeiði ásamt Didda Bárðar. Gordon er í fantaformi en hann er í eigu Bernd Schliekermann.
 
Diddi Bárðar hefur átt heimsmetið í 250m skeiði frá árinu 1999 en það setti hann á Gordon á tímanum 21.16 sec. Það var ekki fyrr en nú í ár að þetta heimsmet var slegið en það gerði Beggi Eggertsson á Lótus á HM 2011 á tímanum 21.15 sec.
 
Depill frá Votmúla (1991) er einn helsti stóðhestur hestabúgarðsins Hrafnsholt hjá Kóka Top Reiter og Samantha Leidesdorff í þýskalandi en hann mætir einnig á ,,Old Heroes'' á HM 2013 í Berlin. Depill, sonur Baldurs frá Bakka var í A úrslitum 1999 í T2 og einnig á A úrslitum 2001 í fimmgangi. Frá árinu 1999 hafa mörg afkvæmi Depils keppt á Heimsleikum.

Fyrsti þáttakandin frá Austurríki á Old Heroes á HM 2013 er Blær frá Minni Borg

Blær hefur keppt á fjórum Heimsleikum. Varð í þriðja sæti í fimmgangi 1999, fimmta sæti í fimmgangi og sjötta sæti í PP1 árið 2001, þriðja sæti í PP1 og combination árið 2003 og árið 2005 endaði hann í sjöunda sæti í fimmgangi.

Með þessum þremur snillingum ásamt Huginn frá Kjartansstöðum, Eitli frá Akureyri, Pjakk frá Torfunesi og Kappa frá Álftagerði eru 7 hestar búnir að staðfesta komu sína á Old Heroes'' á HM 2013 í Berlin.
 
Taktu þátt í umræðum um Old Heroes'' á HM 2013 í Berlin á Pressuspjalli