DVD frá Landsmóti í jólapakkann

17.12.2011 - 07:39
Nú eru DVD diskarnir frá Landsmótinu á Vindheimamelum í sumar komnir út. Þetta er meira en átta klukkustunda efni af bestu gæðingum og kynbótahrossum landsins.

Útgáfan skiptist í tvennt, hápunkta annars vegar og kynbótahross hins vegar. Hápunktarnir innihalda hápunkta mótsins eins og nafnið gefur til kynna, þ.e. gæðingakeppnina, bestu kynbótahrossin, ræktunarbú, mannlíf og margt fleira. Kynbótapakkinn er í allt fjórir diskar og á þeim er að finna öll kynbótahross sem hlutu fullnaðardóm á mótinu.
 
Er þeim raðað eftir flokkum og í stafrófsröð.
Þessi mikla heimild hefur mikið skemmtanagildi fyrir hestamenn og er því klárlega jólagjöfin í ár!

Diskana má kaupa í öllum hestavöruverslunum landsins sem og á skrifstofu LH