Setning Meistaradeildar 2012

Blaðamannafundur

21.01.2012 - 11:00
Þriðjudaginn 24. janúar klukkan 15:00 verður haldinn blaðamannafundur til kynningar á Meistaradeild í hestaíþróttum 2012. Kynningin mun fara fram í Nauthól.
 
Á fundinum verður Meistaradeildin 2012 sett og keppni vetrarins kynnt ásamt því að undirritaðir verða kostunarsamningar við þau fyrirtæki sem munu styðja deildina í vetur. Að fundinum loknum munu nokkrir knapar í Meistaradeildinni sýna gæðinga sína.

Fyrsta mótið hefst fimmtudaginn 26. janúar klukkan 19:00 í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, en þá verður keppt í fjórgangi.