Hæfileikaríka merin Sylvía Nótt til sölu

09.02.2012 - 09:34
Má bjóða þér að kaupa Sylvíu Nótt fyrir aðeins sex hundruð þúsund krónur? Hún er með í Kynbótamati, Sköpulag 94, Hæfileikar 90, Aðaleinkunn 89. Ekki það besta í bransanum. En líklega ekki það lélegasta heldur.
 
Sylvía er sjö vetra kynbótameri og er lýst sem efnilegum keppnishesti og reiðhesti. Sylvíu Nótt kom í heiminn fyrir sjö árum síðan. Sama ár og nafna hennar tók þátt í Júróvisjón keppninni í Grikklandi.

Foreldrar hennar, merarinnar það er að segja, eru Glanni frá Blöndubakka og Fiona frá Neðstabæ. Liturinn hennar er Jarpur. Og nánari upplýsingar um þessa hæfileikaríku meri má nálgast hér.