Mótshaldarinn sigraði Bautamótið

Mynd / Rósberg Óttarsson

19.02.2012 - 10:56
Guðmundur Karl Tryggvason mótshaldari Bautamótsins bar sigur úr býtum á opna Bautamótinu í tölti sem fram fór í gærkveldi. Þetta kemur fram á vefnum fax.is
 
Guðmundur og Randalín frá Efri Rauðalæk voru í öðru sæti eftir forkeppnina á eftir Ísólfi Líndal og Kvaran frá Lækjamótum

en náðu efsta sætinu eftir glæsilega frammistöðu í úrslitunum. Baldvin Ari Guðlaugsson á Senjor frá Syðri Ey skutust einnig

uppfyrir Ísólf og enduðu í öðru sæti. Fjórða varð svo Anna Kristín Friðriksdóttir á Glað frá Grund og Hans Kjerúlf sem sigraði

B úrslitin varð fimmti. Sigur Guðmundar var fyllilega verðskuldaður og hann var kátur í mótslok enda gekk mótið vel og mörg

góð hross sáust á svellinu.

A úrslit

Nafn/Hestur hægt tölt – hraðabreytingar – fegurðartölt - samtals

    Guðmundur Karl Tryggvason og Randalín frá Efri-Rauðalæk 7,50 – 7,50 – 7,83 =7,58
    Baldvin Ari Guðlaugsson og Senjor frá Syðri-Ey 7,33 – 7,33 – 7,50 =7,38
    Ísólfur Líndal og Kvaran frá Lækjarmóti 7,17 – 7,50 – 7,50 = 7,33
    Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund 7,00 – 7,00 – 7,50 =7,13
    Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi 6,67 – 6,83 – 7,00 = 6,79

B úrslit
5. Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi 6,83 – 7,17 – 7,00 = 6,96
6. Atli Sigfússon og Krummi frá Egilsá 6,67 – 7,00 – 7,00 = 6,83
7. Nikólína Rúnarsdóttir og Ronja frá Kollaleiru 7,00 – 6,50 – 6,50 = 6,75
8. Hörður Óli Sæmundarson og Hreinn frá Vatnsleysu 6,50 – 6,67 – 6,83 = 6,63
9. Þorbjörn Hr. Matthíasson og Vaka frá Hólum 6,17 – 6,67 – 6,83 = 6,46
10.-11. Tryggvi Björnsson og Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 6,00 – 6,33 – 6,67 = 6,25
10.-11. Þorvar Þorsteinsson og Einir frá Ytri-Bægisá I 6,17 – 6,17 – 6,50 = 6,25
 
fax.is