Fréttatilkynning

Iceland Express LM og LH starfa saman næstu tvö árin

21.02.2012 - 12:04
Iceland Express, Landssamband hestamannafélaga (LH) og Landsmót hestamanna (LM) hafa skrifað  undir samstarfssamning og stuðning Iceland Express við LH og LM næstu tvö árin.
 
Samningurinn felur í sér að Iceland Express styrkir landslið hestamanna til þátttöku á Norðurlandamóti í Svíþjóð í ágúst á þessu ári og á heimsmeistaramóti í Berlín árið 2013.

Að auki vinna Landssamband hestamannafélaga,  Landsmót hestamanna og Iceland Express saman að því að auka fjölda erlendra ferðamanna  sem koma mun á Landsmót hestamanna sem fram fer í Reykjavík dagana 25. júní til 1. júlí á þessu ári. Búist er við þrjú til fimm þúsund erlendum gestum á landsmótið, frá Norðurlöndunum, víðar úr Evrópu og norður Ameríku en um eitt þúsund kynbótahross og gæðingar koma fram á mótinu.

Búist er við að allt að þrjú þúsund Íslendingar fari á Heimsmeistaramótið í Berlín. Þar hafa þeir átt góðu gengi að fagna og eiga t.d. fimmfaldan heimsmeistara í tölti.

Samstarfsaðilar munu vinna saman að því að efla ferðamennsku í tengslum við íslenska hestinn og kynningu á honum erlendis. Vinsældir íslenska á erlendri grundu aukast stöðugt og hann á stóran þátt í kynningu lands og þjóðar.

Á myndinni:
Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamanna og Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Express skrifa undir samstarfssamning. Með þeim á myndinni eru Sigriður Helga Stefánsdóttir markaðsfulltrúi Iceland Express og Haraldur Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna.


Nánari upplýsingar veita:
Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi
S: 862 2868
[email protected]

Haraldur Örn Gunnarsson
framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna
S: 514 4030
[email protected]ót.is