Sara og Díva sigruðu slaktaumatöltið

Valdimar og Prins sigruðu fljúgandi skeiðið

09.03.2012 - 07:56
Þær Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum komu sáu og sigruðu A-úrslitin í gærkveldi með einkunnina 8,54. Annar varð Jakob S Sigurðsson á Al frá Lunum með einkunnina 8,29 og þriðja varð sigurvegari B-úrslitanna Hulda Gústfsdóttir á Sveig frá Varmadal með einkunnina 8,00.
 
A-úrslit

1 Sara Ástþórsdóttir Ganghestar / Málning Díva frá Álfhólum, 8,54
2 Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót Alur frá Lundum, 8,29
3 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Norður-Götur Sveigur frá Varmadal, 8,00
4 John Kristinn Sigurjónsson Hrímnir Tónn frá Melkoti, 7,67
5 Sigurður Sigurðarson Lýsi Gulltoppur frá Þjóðólfshaga, 7,38
6 Valdimar Bergstað Ganghestar / Málning Týr frá Litla-Dal, 7,13

Með sigrinum í slaktaumatöltinu skaust Sara upp í efsta sæti í stigakeppninni með 34 stig. Á hæla hennar í einstaklingskeppninni kemur svo Jakob með 33 stig.

Top Reiter/Ármót er enn í efsta sæti liðakeppninnar Ganghestar/Málning skaust upp í annað sæti eftir að allir keppendur liðsins riðu sig inn í úrslit.

Ganghestar/Málning hlaut slaktaumatöltsskjöldinn en hann er veittur því liði sem hlýtur hæsta samanlagða skorið út úr forkeppni.
 
Fljúgandi skeið

Nr Keppandi Lið Hestur

1 Ævar Örn Guðjónsson Spónn.is Bergþór frá Feti, 6,12 - 5,90
2 Teitur Árnason Árbakki / Norður-Götur Korði frá Kanastöðum, 5,78 - 5,72
3 Eyjólfur Þorsteinsson Lýsi Vera frá Þóroddsstöðum, 6,06 - 5,94
4 Sigurbjörn Bárðarson Lýsi Flosi frá Keldudal, 5,71 - 5,69
5 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter / Ármót Gjósta frá Prestsbakka, 6,19 - 0
6 Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur Gríður frá Kirkjubæ, 6,00 - 5,92
7 Artemisia Bertus Hrímnir Dynfari frá Steinnesi, 6,21 - 6,10
8 Viðar Ingólfsson Hrímnir Snarpur frá Nýjabæ, 6,08 - 0
9 Ragnar Tómasson Árbakki / Norður-Götur Isabel frá Forsæti, 0 - 5,63
10 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter / Ármót Gjálp frá Ytra-Dalsgerði, 5,81
11 Valdimar Bergstað Ganghestar / Málning Prins frá Efri-Rauðalæk, 5,68 - 5,63
12 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Lilja frá Dalbæ, 5,93 - 5,95
13 Sara Ástþórsdóttir Ganghestar / Málning Zelda frá Sörlatungu, 0 - 6,43
14 Haukur Baldvinsson Auðsholtshjáleiga Everest frá Borgarnesi, 6,12 -
15 Sigurður Vignir Matthíasson Ganghestar / Málning Birtingur frá Selá, 5,81 - 5,80
16 Elvar Þormarsson Spónn.is Gjafar frá Þingeyrum, 5,78 - 5,75
17 Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót Funi frá Hofi, 5,93 - 5,95
18 Eyvindur Mandal Hreggviðsson Auðsholtshjáleiga Ársól frá Bakkakoti, 6,21 - 5,97
19 Daníel Ingi Smárason Hrímnir Hörður frá Reykjavík, 5,79 - 0
20 Ólafur Ásgeirsson Spónn.is Felling frá Hákoti, 6,05 - 5,93
21 Sigurður Sigurðarson Lýsi Drift frá Hafsteinsstöðum, 5.82 - 5,74

Árbakki/Norður-Götur hlaut fljúgandi skeiðsskjöldinn fyrir besta árangur í skeiði.

Sara stendur efst í einstaklingskeppninni með 34 stig og Top Reiter/Ármót er efst í liðakeppninni með 209,5 stig. En eftir tvöfaldan sigur í kvöld hefur Ganghestar/Málning skotist upp í annað sætið á eftir þeim.