Artemisia sigraði einstaklingskeppnina

Top Reiter / Ármót sigraði liðakeppnina

31.03.2012 - 10:00
Úrslitin í einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar réðust í gærkveldi. En það var Artemisia Bertus, Hrímnir, sem sigraði hana með 48,5 stig. Artemisia var jafnframt kosin Fagmannlegasti knapi deildarinnar 2012 en hann var kjörinn af áhorfendum, dómurum og stjórn deildarinnar.

Jakob S Sigurðsson, Top Reiter / Ármót, varð annar í einstaklingskeppninni með 41 stig og þriðji varð Sigurbjörn Bárðarson, Lýsi, með 36 stig.

Hér að neðan eru stig tíu efstu keppenda í deildinni.
Sæti     Nafn     Lið     Samtals
1     Artemisia Bertus     Hrímnir     48,5
2     Jakob S Sigurðsson     Top Reiter / Ármót     41
3     Sigurbjörn Bárðarson     Lýsi     36
4     John Kristinn Sigurjónsson     Hrímnir     35
5     Sara Ástþórsdóttir     Ganghestar / Málning     34
6     Sigurður Sigurðarson     Lýsi     30
7     Elvar Þormarsson     Spónn.is     24,5
8     Þorvaldur Árni Þorvaldsson     Top Reiter / Ármót     22,5
9     Viðar Ingólfsson     Hrímnir     20
10     Eyjólfur Þorsteinsson     Lýsi     19
10     Hulda Gústafsdóttir     Árbakki / Norður-Götur     19
 
Það var lið Top Reiter / Ármót sem stóð uppi sem sigurvegari liðakeppni Meistaradeildarinnar. En þeir hlutu 321 stig. En þeir hlutu 321 stig. Liðið var jafnframt kosið skemmtilegasta liðið en það var valið af áhorfendum, dómurum og stjórn deildarinnar. Glæsilegur árangur hjá þeim en þeir eru búnir að standa efstir í liðakeppninni frá fyrsta móti.

Í öðru sæti varð lið Hrímnis með 319,5 stig og í því þriðja varð lið Lýsis með 297,5 stig.
Sæti     Lið     Samtals
1     Top Reiter / Ármót     321
2     Hrímnir     319,5
3     Lýsi     297,5
4     Árbakki / Norður-Götur     265,5
5     Ganghestar / Málning     261
6     Spónn.is     196,5
7     Auðsholtshjáleiga     186