Að jafna sig eftir beinbrot

Datt af hestbaki

25.05.2012 - 11:47
Dansarinn, flugfreyjan, móðirin, fjölmiðla- og hestakonan Nadia Katrín Banine er öll að koma til eftir að hafa dottið illa af hestbaki. Nadia Katrín braut tvö rifbein þegar meri kastaði henni af baki í fyrir nokkru.
 
Vegna meiðslanna varð hún að taka því rólega um tíma en samkvæmt heimildum DV á það víst ekki vel við þessa kjarnakonu sem er flutt í sveitina til að geta stundað hestamennskuna af krafti.