Guð minn góður, hvar er VEFSTJÓRI?

30.10.2012 - 18:03
Á flestöllum hestamiðlum er nú ákall til almennings að stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum sé að leita að vefstjóra til að sjá um vefsíðu deildarinnar fyrir næsta keppnistímabil.
 
Hjálpin er nær þeim en þeir halda, "just go back to basics" og láta þá sem BEST gerðu á sínum tíma sjá um allt sem viðkemur neti, útsendingum og fl. Já grasið er ekki alltaf grænna þarna hinu megin.

Stjórn Meistaradeildar ætti frekar að senda frá sér tilkynningu á eftirfarandi nótum,

"Örn Karlsson, gætir þú komið að tali við okkur og komið þessu í lag, erum í vandræðum og það er bara til KRÓNA með gati og óskum eftir því við þig að þú kallir til þá sem sáu um þetta fyrir okkar tíð og bjargir því sem bjarga verður".

EÐA

"Stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum óskar eftir nýrri stjórn, áhugasamir hafi samband við KRÓNUNA á Selfossi eða Europris".