Svellkaldar konur 2013

25.01.2013 - 17:19
Undirbúningur er hafinn fyrir hið vinsæla ístöltmót kvenna „Svellkaldar konur“ sem haldið er til styrktar landsliðinu í hestaíþróttum. Mótið fer að þessu sinni fram laugardaginn 16 mars nk. í Skautahöllinni í Laugardal.
 
Keppnin verður með sama sniði og áður, þ.e. þrír styrkleikaflokkar: Minna vanar, Meira vanar og Opinn flokkur. Aðeins 100 pláss eru í boði og getur hver keppandi einungis skráð einn hest til leiks. Nánari upplýsingar um skráningu verða kynntar þegar nær dregur.

Að venju verður mótið hið veglegasta hvað umgjörð og verðlaun varðar. Boðið verður upp á A og B úrslit í öllum flokkum auk þess sem glæsilegasta par mótsins er valið af dómurum.

Konur eru hvattar til að taka laugardaginn 16 mars strax frá og fylgjast með fréttum á vefmiðlum hestamanna og á Facebook.

Meðfylgjandi mynd er af Huldu Gústafsdóttir sem sigraði Opna flokkinn 2012 á Smyrli fra Hrisum.