Landsliðsnefnd á faraldsfæti

04.02.2013 - 16:16
Landsliðsnefnd LH mun verða á faraldsfæti þriðjudaginn 5. febrúar. Fulltrúar nefndarinnar ásamt liðsstjóra landsliðsins, Hafliða Halldórssyni, munu halda fund í félagsheimili Léttfeta á Sauðárkróki og kynna lykill að vali landsliðsins, dagskrá nefndarinnar fram á sumar og áherslur liðsstjóra.
 
Áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér dagskrána og nýta sér tækifærið að spyrja nefndarmenn og liðsstjóra spjörunum úr!

Athygli er einnig vakin á því að á heimasíðu LH, www.lhhestar.is er nú komin sérstök síða sem þjónar sem upplýsingasíða fyrir landsliðið. Hana er að finna í valstikunni undir "Landslið". á vef LH www.lhhestar.is