Sigurður sigraði í gæðingafimi

14.02.2013 - 23:43
Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi, úr liði Lýsis, sigruðu í gæðingafimi á öðru móti Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum sem fram fór í kvöld. Sigurður var efstur eftir forkeppnina en sigraði með yfirburðum í úrslitakeppninni, með einkunnina 8,3.
 
Guðmundur F. Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi urðu í öðru sæti með einkunnina 7,77 en Guðmundur er í liði Top Reiter / Ármóta. Olil Amble og Kraflar frá Ketilsstöðum, úr liði Gangmyllunnar, urðu í þriðja sæti. Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Stjarna frá Stóra-Hofi, úr liði Top Reiter / Ármóta, varð fjórði. Í fimmta sæti varð Sigurbjörn Bárðarson, Lýsi, á Jarli frá Mið-Fossum.
 
mbl.is