KEA - Viðar sigraði fimmganginn

01.03.2013 - 07:58
Æsispennandi fimmgangs keppni KEA mótaraðarinnar var að ljúka þar sem Viðar Bragson og Þorbjörn Hreinn Matthíasson voru jafnir á toppnum og þurfti sætaröðun dómara til að finna sigurvegara.
 
 Viðar hafði betur en hann átti tvö efstu hross eftir forkeppni, þær Binný frá Björgum sem stóð efst og Sísí frá Björgum sem kom þar á eftir. Viðar reið svo Binný til sigurs í úrslitunum.
 
Þorbjörn Hreinn og Freyja frá Akureyri voru þriðju eftir forkeppni en skutust uppfyrir Stefán Friðgeirsson og Dag frá Strandarhöði í úrslitunum. Baldvin Ari og Jökull frá Efri Rauðalæk voru fjórðu í forkeppninni en gáfu eftir í úrslitunum og enduðu sæti neðar en Líney María Hjálmarsdóttir á Villandi frá Feti sem sigraði B úrslitin fór uppfyrir hann.
 
Hér að neðan eru tölurnar úr A úrslitunum.

Ljósmyndir / Rósberg Óttarsson

  Sæti                  Keppandi                                        

1          Viðar Bragason / Binný frá Björgum              7,05 B            
2           Þorbjörn Hreinn Matthíasson / Freyja frá Akureyri                7,05 B            
3           Stefán Friðgeirsson / Dagur frá Strandarhöfði            6,98                
4           Líney María Hjálmarsdóttir / Villandi frá Feti              6,88                
5           Baldvin Ari Guðlaugsson / Jökull frá Efri-Rauðalæk                6,67    
 
myndir og frétt fax.is