„Gobbagobbuðu“ hest­ana heim

16.07.2016 - 13:08
  Það kom lög­reglu­mönn­um á Suður­nesj­um skemmti­lega á óvart að finna tvo hesta þegar þeir voru kallaðir út vegna láta við svefn­her­berg­is­glugga íbúa í Reykja­nes­bæ fyr­ir nokkru. Grunaði hann að óprúttn­ir aðilar væru að snigl­ast í kring­um húsið og hringdi  þá á lög­reglu. Greint er frá þessu á face­booksíðu lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um.
 
Lög­regla kom fljótt á staðinn og gerði sér grein fyr­ir því að hinir „óprúttnu aðilar“ voru tveir hest­ar sem í mestu mak­ind­um voru að gæða sér á grastuggu við heim­ili til­kynn­anda.
 
„Hvor­ug­ur lög­reglu­mann­anna hafði komið ná­lægt svona skepn­um áður en ann­ar hafði nokkr­um sinn­um séð sér eldri menn „gobbagobba“ á svona dýr,“ seg­ir í face­book­færsl­unni en þar kem­ur jafn­framt fram að lög­reglu­menn­irn­ir hafi „gobbagobbað“ hest­ana aft­ur í hest­hús­in. Ef marka má mynd­bandið sem var birt á Face­book leidd­ist lög­reglu­mönn­un­um ekki þetta verk­efni.
 
 
mb.is
https://www.facebook.com/lss.abending/videos/1172702486083525/