Ræktunarsýning Vesturlands 2017

24.03.2017 - 19:00
 Hrossaræktarbúið Skipaskagi var tilnefndur sem ræktunarbú Vesturlands árið 2016. Auðvitað munu hross frá Skipaskaga gleðja okkur á Ræktunarsýningu Vesturlands sem haldin verður á morgun í reiðhöllinni í Borgarnesi.
 
Það er auðvitað bara úrvals gæðingar sem munu láta sjá sig frá þessu magnaða ræktunarbúi. Fremst í flokki verður glæsihryssan Arna frá Skipaskaga. Já, veislan heldur áfram. Forsala miða í Líflandi í Borgarnesi í dag og á morgun.