Sýningin Ræktun 2017

04.04.2017 - 07:17
Undirbúningur fyrir stórsýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands RÆKTUN 2017 sem fram fer í Fákaseli að Ingólfshvoli laugardaginn 29. apríl n.k. er í fullum gangi. Eins og verið hefur þá verður áherslan á sýningar ræktunarbúa, afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta ásamt hópa einstaklingssýndra hryssna og stóðhesta.
 
 
Þetta er í sautjánda sinn sem þessi sýning er haldin og hefur hún verið mjög vel sótt. Mörg spennandi ræktunarbú og afkvæmahópar hafa tilkynnt um þátttöku sína. Þetta er frábært tækifæri til að koma hryssum, stóðhestum, ræktun sinni og/eða afkvæmahópi á framfæri.
 
Þeir sem hafa áhuga á að koma fram á sýningunni vinsamlegast hafið samband við sýningarstjóra Viðar Ingólfsson í síma 8670214 eða á [email protected]
 
Kveðja
Hrossaræktarsamtök Suðurlands