Skeiðleikar 2

12.06.2017 - 08:32
 Aðrir Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og skeiðfélagsins þetta sumarið fara fram næstkomandi miðvikudagskvöld 14.júni. Skráning er hafin á Sportfeng þar sem velja þarf Skeiðfélagið sem mótshaldara.
 
Ekki er hægt að greiða með korti og því þarf að velja millifærslu og senda staðfestingu á skeidfelagid@gmail.com Sjáumst í stuði á Skeiðleikum. Núna er keppt í heildarstigakeppni þar sem efsti knapi sumarsins hlýtur Öderinn.
 
Von Skeiðfélagsins er að þessi verðlaun gildi að stórum hluta til Skeiðknapa ársins. Þeir knapar sem höfðu nú þegar skráð halda sínum skráningum.