Stórmót Hrings

03.08.2017 - 19:59
 Nú er komið að hinu árlega Stórmóti Hrings. Mótið verður haldið á Hringsvellinum helgina 25-27 ágúst n.k. og keppt verður í eftirfarandi greinum:
Tölt (T1) opnum flokki Meistaraflokkur
Tölt (T3) opnum flokki 2 flokkur, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki
Tölt T2  opinn flokkur
Fimmgangur (F1), opnum flokki Meistaraflokkur, opnum flokki 2 flokkur, ungmennaflokki og unglingaflokki
Fjórgangur (V1), opnum flokki Meistaraflokkur, opnum flokki 2 flokkur, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki
100m skeið
150m skeið
250m skeið
Gæðingaskeið
250m stökk Nýjung - frí þáttaka, það þarf samt að skrá !!!.
 
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og lýkur skráningu mánudaginn 21 ágúst kl 20.00.
Mótanefnd áskilur sér rétt að fella niður flokka eða sameina við aðra ef þátttaka er ekki næg.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Hrings  www.hringurdalvik.net
 
Mótanefnd