Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 11. ágúst.

10.08.2017 - 17:06
 Minnum á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 21. til 25. ágúst. Sýningar verða á Selfossi, Dalvík og í Borgarnesi ef næ þátttaka næst. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti á morgun föstudaginn 11. ágúst. 
 
Verð fyrir fullnaðardóm er 24.500 kr en fyrir byggingadóm/hæfileikadóm 19.000 kr. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hrossið er skráð  Hægt er að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er lengur hægt að greiða með millifærslu. Um leið og hrossið hefur verið skráð birtist það strax inn á viðkomandi sýningu hafi skráning tekist. Upplýsingar um endurgreiðslur og fleira má finna á heimasíðu RML.
 
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umráðamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu. Halla Eygló Sveinsdóttir, Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Oddný Kristín Guðmundsdóttir munu leiðbeina þeim sem þess þurfa í síma 516-5000, einnig verður hægt að senda þeim tölvupóst á netfangið hross@rml.is. Við bendum á að utan dagvinnutíma eru starfsmenn RML ekki til staðar til að svara síma eða tölvupósti og því hvetjum við eigendur/umráðamenn til að hafa tímann fyrir sér frekar en hitt þegar kemur að skráningum á sýningarnar.
 
Allar upplýsingar um röðun niður á daga munu birtast á heimasíðu RML, www.rml.is, þegar þær eru klárar sem verður nokkrum dögum fyrir sýningu.