Meistaradeild KS 2018 - lið Hofstorfunar

12.12.2017 - 08:05
 Þriðja liðið sem kynnt er til leiks er lið Hofstorfunar.
Þetta lið er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap.
Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson. 
 
Með honum í liði er dóttir hans Ásdís Ósk, Bjarni Jónasson, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Lilja S. Pálmadóttir. 
 
Ásdís kemur ný inn í liðið, bráðefnilegur ungur knapi sem kemur til með að styrkja þetta lið mikið. 
 
Bjarni Jónasson hefur ætíð verið í baráttunni um stigahæsta einstaklinginn. 
Þarna verður ekkert gefið eftir og metnaður lagður í hlutina.
 
21.feb - Gæðingafimi
7.mars - T2
21.mars - 5-gangur - Akureyri
4.apríl - 4-gangur
13.apríl - Tölt & Skeið
 
frétt fb síða deildarinnar