Dómaranámskeið GDLH

06.02.2018 - 21:05
Fyrirhugað er að halda ný- og landsdómarapróf í gæðingakeppni, hugmynd GDLH er að prófið fari fram norðanlands að þessu sinni að því gefnu að næg þátttaka náist. 
 
Er það von GDLH að hestamannafélög athugi hjá sínum félögum hvort áhugi sé fyrir því námskeiði og óskar eftir að þeir sem áhuga hafa sendi póst á e-mailið gdlhdomarar@gmail.com. 
 
Stjórn gæðingadómarafélagsins bendir á að mörg hestamannafélög styrkja félagsmenn sín um þátttöku á dómaranámskeiðum og bendum við fólki á að hafa samband við sín hestamannafélög og sækja um styrk.
 
Námskeiðinu verður skipt í tvær helgar þar sem fyrri helgina fer fram bókleg kennsla og seinni helgina verkleg kennsla meðfram gæðingamóti.
 
Kostnaður við nýdómaraprófs og gagna er 70.000 kr og landsdómara prófs og gagna 45.000 kr
 
Stjórn GDLH