Lið Krappa sigrar fyrsta mót Suðurlandsdeildarinnar


07.02.2018 - 08:48
 Fyrsta mót Suðurlandsdeildarinnar fór fram í kvöld þar sem keppt var í fjórgangi í Rangárhöllinni á Hellu. Keppnin var skemmtileg og jöfn og þótti áberandi hve vel hrossin voru undirbúin. 
 
Stúkan var þéttsetin og virkilega góð stemmning í húsinu. Stigagjöfin er reiknuð út eftir lokaniðurstöðu kvöldsins en eftir forkeppni fara fram tvenn úrslit annarsvegar atvinnumanna og hinsvegar áhugamanna. Allir knapar eru því jafn mikilvægir þegar kemur að stigasöfnun. 
 
Eftir hörkuspennandi keppni var það lið Krappa sem stóð uppi sem sigurvegari en liðsmenn Krappa náðu virkilega góðum árangri sem skilaði liðinu 75 stigum og er liðið 10 stigum á undan liðinu í öðru sæti sem er Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð. 
 
Sæti Lið Stig
1. Krappi 75
2. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 65
3. IceWear 59
4. Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 52
5. GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir 51
6. Heimahagi 50
7. Húsasmiðjan 49
8. Kálfholt/Hjarðartún 46
9. Þverholt/Pula 42
10. Litlaland Ásahreppi 38
11. Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar 37
12. Sunnuhvoll/Ásmúli 36
 
Niðurstöður úrslita atvinnumanna og áhugamanna má sjá hér að neðan.
 
A-úrslit atvinnumannaflokki
1. Hulda Gústafsdóttir og Valur frá Árbakka 7,07 - Heimahagi
2. Ásmundur Ernir og Dökkvi frá Strandarhöfði 6,87 - Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð
3. Pernille Möller og Þjóð frá Skör 6,70 - Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll
4. Sigurður Sigurðarson og Náttfari frá Bakkakoti 6,50 - Krappi
5. Sæmundur Sæmundsson og Hausti frá Úlfsstöðum 6,43 - Kálfholt/Hjarðartún
6. Kristín Lárusdóttir og Aðgát frá Víðivöllum- fremri 6,27 - IceWear
 
A-úrslit áhugamannaflokki
1. Lea Schell og Farsæll frá Efra- Hvoli 6,57 - Krappi
2. Hafþór Hreiðar Birgisson og Villimey frá Hafnafirði 6,40 - Þverholt/Pula
3. Árný Oddbjörg Oddsdóttir og Þrá frá Eystra-Fróðholti 6,37 - Krappi
4. Matthías Elmar Tómasson og Frægð frá Strandarhöfði 6,10 - Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð
5. Eygló Arna Guðnadóttir og Nýr Dagur frá Þúfu 6,07 - GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir
6. Vilborg Smáradóttir og dreyri frá Hjaltastöðum 5,93 - IceWear
7. Hrafnhildur Jóhannesdóttir og Arif frá Ísólfsskála 5,90 - Litlaland Ásahreppi
 
Heildarúrslit verða birt á morgun.
 
Næsta mót er Tölt og fer það fram 20. febrúar í Rangáhöllinni á Hellu - tilkynningar og fréttir vegna viðburðarins er að finna hér: 
https://www.facebook.com/events/1567726689929388/?active_tab=discussion 
 
Rangárhöllin og Hestamannafélagið Geysir vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem standa að þessu með okkur en viðburður sem þessi krefst þess að margir leggji hönd á plóg og er samtakamátturinn í kringum Suðurlandsdeildina alveg magnaður.
 
Sjáumst í Rangárhöllinni þann 20. febrúar!