Stórsýning Fáks 2018

10.04.2018 - 15:28
 Stórsýning Fáks verður laugardaginn 14. apríl n.k. í TM Reiðhöllinni Víðidal og hefst sýningin klukkan 21:00.
 
Ræktunarbú koma fram, gæðingar og hátt dæmd kynbótahross. Töltslaufur Kjarnakvenna verða á sínum stað, fimleikaatriði, vekringar og margt annað sem gleður augað. Magni mun taka lagið og hita upp fyrir ballið í félagsheimilinu síðar um kvöldið. Eins og ávallt er lagt upp úr fagmannlegum sýningum, góðri reiðmennsku, ljósum og glæsilegu undirspili.
 
Í fyrra vakti sýningin mikla lukku og var fullt út úr dyrum. Forsala aðgöngumiða verður í anddyri TM Reiðhallarinnar á miðvikudag og fimmtudag milli 17-19. Miðaverð í forsölu er krónur 2.500 og 2.900 krónur á staðnum.
 
Í Félagsheimilinu að sýningu lokinni verður ball sem hefst með því að Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Reynir Snær Magnússon byrja að spila um ellefu, um tólf bætast svo Stebbi Jak og Andri við og svo bætast þeir Magni Ásgeirsson og Jogvan Hansen í hópinn og syngja með þeim þar til ballið endar. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
 
Takið daginn frá og mætum hress og kát í Víðidalinn.
 
frétt/fakur.is