Forsala á Ræktun 2018 að hefjast

20.04.2018 - 16:14
 Nú er forsala að hefjast fyrir stórsýningu Hrossaræktarsamtaka suðurlands Ræktun 2018 sem verður haldin í Fákaseli laugardaginn 28.apríl kl. 20.
Forsalan fer fram í verslun Top Reiter í Ögurhvarfi, Lífland á Hvolsvelli og Reykjavík og hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi.
 
Síðustu ár hefur verið þétt setið á pöllunum og því vissara að vera snemma á ferðinni og tryggja sér miða í tíma því nú stefnir  í mjög glæsilega sýningu og hafa margir af allra bestu gæðingum landsins boðað komu sína.
Miðaverð er kr. 3.000. frítt fyrir 12 ára og yngri.