Árni Björn sigrar þriðja Landsmótstöltið í röð

08.07.2018 - 18:40
 Árni Björn Pálsson sigrar Landsmótstöltið þriðja Landsmótið í röð! Nú á Ljúfi frá Torfunesi og hlutu þeir 9,17  í meðaleinkunn. Þetta voru firnasterk úrslit og í öðru sæti varð Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey með 9,06. 
 
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Árni Björn Pálsson / Ljúfur frá Torfunesi 9,17
2 Jakob Svavar Sigurðsson / Júlía frá Hamarsey 9,06
3 Viðar Ingólfsson / Pixi frá Mið-Fossum 8,39
4-5 Hulda Gústafsdóttir / Draupnir frá Brautarholti 8,17
4-5 Siguroddur Pétursson / Steggur frá Hrísdal 8,17
6 Þórarinn Ragnarsson / Hringur frá Gunnarsstöðum I 7,94
 
frétt/mynd/landsmot.is