Hafsteinn frá Vakurstöðum Landsmótssigurvegari

08.07.2018 - 20:44
 Hafsteinn frá Vakurstöðum er Landsmótssigurvegari í A-flokki gæðinga með einkunnina 9,09. Hafsteinn keppir fyrir hestamannafélagið Fák og knapi hans var Teitur Árnason. 
 
 
A-flokkur gæðinga er ávallt hápunktur Landsmóts hestamanna og hann stóð undir væntingum því keppnin var mikil og hestarnir einstaklega góðir. Þegar það er svo toppað með frábærri reiðmennsku þá er það einfaldlega veisla fyrir augu áhorfenda. 
 
A-flokkur gæðinga A-úrslit
 
1 Hafsteinn frá Vakurstöðum / Teitur Árnason 9,09
2 Atlas frá Lýsuhóli / Jóhann Kristinn Ragnarsson 8,84
3 Villingur frá Breiðholti í Flóa / Sylvía Sigurbjörnsdóttir 8,82
4 Krókus frá Dalbæ / Sigursteinn Sumarliðason 8,82
5 Nói frá Stóra-Hofi / Daníel Jónsson 8,78
6 Nói frá Saurbæ / Sina Scholz 8,77
7 Sjóður frá Kirkjubæ / Eyrún Ýr Pálsdóttir * 8,58
8 Roði frá Lyngholti / Árni Björn Pálsson 8,52
 
frétt/mynd/landsmot.is