Suðurlandsdeildin - Ráslistar fyrir fimmgang

04.02.2019 - 23:11
 Það er útlit fyrir virkilega spennandi keppni í fimmgang í Suðurlandsdeildinni á miðvikudaginn í Rangárhöllinni á Hellu! Ráslistarnir eru komnir og gaman að sjá fjölbreyttan hestakostinn hvort sem er hjá atvinnu- eða áhugamönnum.
 
Venjan hefur verið sú að Suðurlandsdeildin fari fram á þriðjudagskvöldum en vegna afleitrar veðurspár á morgun þá hefur stjórn Suðurlandsdeildarinnar í samráði við Veðurstofu Íslands ákveðið að fresta annari keppni Suðurlandsdeildarinnar um einn sólarhring.
 
Keppni í fimmgang fer því fram miðvikudaginn 6. febrúar kl. 18:00.
Við vonum að þetta valdi ekki miklum óþægindum en ef veðurspár ganga eftir þá verður með öllu ófært að ferðast með hestakerrur um Suðurland þegar líður á daginn á morgun.
 
Sjáumst á miðvikudaginn í Rangárhöllinni á Hellu!