Ræktun 2019

02.04.2019 - 07:34
 Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands RÆKTUN 2019 sem fram fer í Fákaseli að Ingólfshvoli laugardaginn 27. apríl n.k. kl. 20:00. Eins og verið hefur þá verður áherslan á sýningar ræktunarbúa, afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta ásamt hópa einstaklingssýndra hryssna og stóðhesta.
 
Þetta er í 19. sinn sem þessi sýning er haldin og hafa sýningar síðustu ára verið virkilega góðar og vel sóttar. Mörg spennandi ræktunarbú og afkvæmahópar hafa tilkynnt um þátttöku sína. Þetta er frábært tækifæri til að koma hryssum, stóðhestum, ræktun sinni og/eða afkvæmahópi á framfæri.
 
Hafir þú áhuga á að koma þínum hrossum á framfæri er hægt að hafa samband við sýningarstjórann Viðar Ingólfsson í síma 8670214 eða á [email protected]
Kveðja
 
Hrossaræktarsamtök Suðurlands