Guðmund­ur Friðrik Björg­vins­son seldi sér stóðhest á und­ir­verði og þarf að greiða 10,4 millj­ón­ir í skaðabæt­ur

Dæmd­ur fyr­ir auðgun­ar­brot í Héraðsdómi Suður­lands

09.04.2019 - 20:11
 Guðmund­ur Friðrik Björg­vins­son, einn besti knapi lands­ins og landsliðsmaður í hestaíþrótt­um, 
 
var síðastliðinn föstu­dag dæmd­ur fyr­ir auðgun­ar­brot í Héraðsdómi Suður­lands, fyr­ir að hafa hlunn­farið eig­anda hests sem knap­inn tamdi og tók síðar að sér að selja í umboðssölu. Hann þarf að greiða 10,4 millj­ón­ir í skaðabæt­ur vegna máls­ins.
 
Sam­kvæmt dómn­um, sem ekki hef­ur verið birt­ur op­in­ber­lega á vef dóm­stóls­ins en mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, sá Guðmund­ur um að selja hest­inn Byl frá Breiðholti til fé­lags sem er í eigu hans og eig­in­konu hans, Takt­hesta ehf., á 9,5 millj­ón­ir króna um miðjan nóv­em­ber 2014.
 
Síðan var hest­ur­inn seld­ur áfram ein­ung­is nokkr­um vik­um síðar til norska hesta­manns­ins Stians Peder­sen og fé­lags­ins Stall SP Breed­ing AS, á 19,9 millj­ón­ir króna.
 
Dóm­ari við Héraðsdóms Suður­lands komst að þeirri niður­stöðu að Guðmund­ur og Takt­hest­ar ehf. ættu að greiða Gunn­ari Ingvars­syni, upp­runa­leg­um eig­anda hests­ins, 10,4 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur vegna þess tjóns sem hann varð fyr­ir vegna viðskipt­anna.
 
„Tjón stefn­anda felst í mis­mun­in­um á því verði sem hann fékk fyr­ir hest­inn og því verði sem fékkst fyr­ir hest­inn fáum vik­um eft­ir að stefn­andi seldi hest­inn, en frá­leitt er að hest­ur­inn hafi tvö­fald­ast að raun­v­irði á þeim tíma, hvað sem allri þjálf­un líður,“ seg­ir í niður­stöðukafla dóms­ins.
 
Einnig var Guðmundi og Takt­hest­um gert að greiða Gunn­ari yfir 3,2 millj­ón­ir króna vegna máls­kostnaðar í þessu for­dæma­lausa hestaviðskipta­máli. Guðmund­ur seg­ir í stuttu sam­tali við mbl.is að dómi Héraðsdóms Suður­lands í mál­inu verði áfrýjað, en vís­ar að öðru leyti á lög­mann sinn.
 
Byl­ur frá Breiðholti og sal­an til Takt­hesta
Stóðhest­ur­inn Byl­ur frá Breiðholti var sem áður seg­ir í eigu Gunn­ars Ingva­son­ar fram í nóv­em­ber 2014. Byl­ur kom í heim­inn árið 2008 og er und­an þeim Orra frá Þúfu og Hrund frá Torfu­nesi, „sem hef­ur gefið af sér marga hátt dæmda gæðinga,“ sam­kvæmt því sem stend­ur í frétt hesta­tíma­rits­ins Eiðfaxa þar sem fjallað var um söl­una á gæðingn­um Byl til Nor­egs.
 
Sam­kvæmt því sem fram kem­ur í dómi Héraðsdóms Suður­lands tók Guðmund­ur Byl til tamn­inga og þjálf­un­ar fyrst árið 2012. Síðan sýndi Guðmund­ur hest­inn á kyn­bóta­sýn­ingu vorið 2014 og þar vann hest­ur­inn sér inn þátt­töku­rétt sem keppn­is­hest­ur á Lands­móti hesta­manna síðar um sum­arið, þar sem hann lenti í 8. sæti í keppni sex vetra stóðhesta.
 
Eft­ir þetta ágæta gengi á Lands­móti mun Gunn­ar hafa falið Guðmundi að selja fyr­ir sig hest­inn í umboðssölu. Sam­kvæmt Gunn­ari hljóðaði samn­ing­ur­inn svo að Guðmund­ur myndi frá 10% sölu­verðsins í þókn­un fyr­ir að hafa milli­göngu um söl­una.
 
Sjá nánar á MBL.IS