Ert þú búinn að tryggja þér miða á Ræktun 2019?

26.04.2019 - 19:59
 Það stefnir í svakalega veislu í Fákaseli annað kvöld enda engar smástjörnur sem mæta og ætla að sýna kosti sína. Meðal þeirra sem sýna takta sína á gólfinu á Ræktun eru! Hinn bráðefnilegi gæðingur Útherji frá Blesastöðum 1A mun heiðra okkur með komu sinni ásamt
 
Hnokka frá Eylandi, Sigur frá Stóra-Vatnsskarði. Óskari frá Breiðsstöðum, Frár frá Sandhóli og Dropi frá Kirkjubæ osfrv. Afkvæmi hins frábæra Óskasteins frá Íbishóli, einnig verður Lukku-Láki með afkvæmum sínum. Skýrssynir mæta, Flott ræktunarbú verða á sýningunni eins og Flagbjarnarholt, Þjórsárbakki og Rauðilækur, Eystra-Fróðholt ofl .Rammadætur mæta á svæðið og nokkrir stóðhestar með yfir 8,80 í hæfileika hafa boðað komu sína ásamt fjölda annara glæsihrossa.
 
Síðustu ár hefur verið þétt setið á pöllunum og því vissara að vera snemma á ferðinni og tryggja sér miða í tíma því nú stefnir í mjög glæsilega sýningu.
Hægt verður að kaupa miða í forsölu til kl. 13.00 á laugardaginn í Baldvin og Þorvaldi, Lífland Hvolsvelli og Reykjavík og síðan verður miðasala við innganginn í Fákaseli fyrir sýningu húsið opnar kl 17.00 en opnað verður inn í sal kl 18:30 sýningin hefst kl 20.00.
Miðaverð er kr. 3.000. frítt fyrir 12 ára og yngri.