Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“

18.05.2019 - 12:16
 „Ég ætla ekki að afsaka það að ganga ekki fyrr varanlega frá hræinu, það var til skammar eins og fram hefur komið og ég verð að lifa við það. 
 Þetta mál og þessi fréttaflutningur hefur hins vegar komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína, en ég á fjórar ungar dætur,“ segir Bjarni Páll Vilhjálmsson, eigandi hestaleigunnar Saltvík í Norðurþingi.
 
 Eins og DV greindi frá á fimmtudag lá hestshræ í hólfi hestaleigunnar í um mánaðartíma, rotið og maðkétið. Þess má geta að Bjarni er varamaður í Skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings sem vinnur að Umhverfisstefnu Norðurþings um þessar mundir.
 
Bjarni bendir á að svo hafi háttað til að hann var nýbúinn að farga hræinu endanlega þegar fréttin birtist á dv.is.
 
 sjá nánar
 
Frétt/mynd/Ágúst Borgþór Sverrisson/dv.is