Youth Cup 2016

Arnar Máni lenti í 4 sæti í Crosscountry

30.07.2016
 Eftir forkeppni var Anton Hugi Kjartansson og Birta frá Hofi I í 4. sæti T6 og efsta sæti í fimmgangi. 
[...Meira]

Skemmtileg byrjun hjá Youth Cup förum

28.07.2016
Æskulýðsnefnd L.H. fór með 8 íslenska krakka til Hollands á FEIF Youth Cup. Við hófum ferðina á Skoti þar sem við fengum frábærar móttökur frá Cunera, Marije and Noortje. Krakkarnir prófuðu hestana og fengu þau öll mjög góða hesta.
 
[...Meira]

Euromót: Ný gæðingakeppni í Evrópu

15.07.2016
 Dagana 2-4. september 2016 mun ný gæðingakeppni fara fram í Herning í Danmörku í anda Landsmóts.
[...Meira]

Miðasala hafin á heimsleika 2017

2.06.2016
 Heimsmeistarakeppni Íslenska hestsins verður haldin í Oirschot í Hollandi dagana 7. – 13. ágúst 2017. Nú er búið að opna vefsíðu fyrir komandi heimsleika og er þar nú hægt að panta sér miða, gistingu og fl.
[...Meira]

Dómum lokið í Berlar

11.05.2016
 Kynbótasýningu í Berlar Þýskalandi lauk nú í morgun. Meðfylgjandi eru dómar sýningarinnar.
[...Meira]

Veruleiki vom Petersberg í fínan bygginardóm í Berlar

10.05.2016
 Þá er byggingardómum lokið í Berlar í Þýskalandi. Veruleiki vom Petersberg fimm vetra sonur Viktors frá Diisa fékk 8,18 fyrir byggingu. 
 
[...Meira]

Kynbótasýning í Berlar þýskalandi

10.05.2016
 Nú í morgun hófst kynbótasýning í Berlar í Þýskalandi. Aðeins 18 hross eru skráð þar til dóms. Meðfylgjandi er listi yfir hross sem koma til dóms.
[...Meira]

Arons afkvæmi halda áfram að skora á kynbótasýningum erlendis

9.05.2016
 Í gær lauk kynbótasýningu í Vorsenzhof í Þýskalandi og stóð þar efstur í flokki stóðhesta 7v og eldri Aronssonurinn Skuggi frá Hofi l. Skuggi var sýndur af eiganda sínum Styrmi Árnasyni og fengu þeir 8,41 í aðaleinkun.
[...Meira]

Kynbótasýning í Vorsenzhof

7.05.2016
 Á kynbótasýningu í Vorsenzhof sem nú stendur yfir í þýskalandi eru sýnd 59 hross. Fordómum og byggingadómum er lokið hjá hryssum og standa nú yfir byggingadómar stóðhesta og forsýning seinna í dag. Yfirlitssýning er svo á morgun sunnudag.  
 
[...Meira]

Kynbótasýningu í Herning lokið

2.05.2016
Fyrstu kynbótasýningu dana lauk nú um helgina í Herning. Meðfylgjandi eru allir dómar sýningarinnar. 
[...Meira]

Kynbótasýningu í Wurtz lokið

1.05.2016
 Þá er kynbótasýningu í Wutz lokið en yfirlitssýning var þar í dag. Nokkur hækkun var á hrossum og eru dómar sýningarinnar meðfylgjandi.
[...Meira]

Fordómum lokið í Wurtz

30.04.2016
 Það var fátt um fína drætti eftir fordóma á kynbótasýningu í Wurtz í þýskalandi sem lauk nú í dag. Það sem stóð uppúr voru tvö afkvæmi Arons frá Strandaröfði en það voru Bassi frá Efri-Fitjum sem fékk í  aðaleinkunn 8,54 og Mist frá Hrafnkellsstöðum 1 sem fékk 8,34 í aðaleinkunn. 
[...Meira]

Byggingadómum lokið í Wurz

29.04.2016
 Þá er byggingadómum lokið á kynbótasýningu í Wurz í Þýskalandi. Meðfylgjandi eru dómar.
[...Meira]

Kynbótasýningu í Kronshof lokið

28.04.2016
 Kynbótasýningu í Kronshof lauk nú í dag á yfirlitssýningu og fóru 25 hross þar í fullnaðardóm. Efsti hestur í flokki 7v stóðhesta var Hróðssonurinn Dynjandi frá Þjóðólfshaga 1 sem fékk 8,36 í aðaleinkunn. Jódís vom Kronshof sem er undan Viktor fra Diisa fór í góðan dóm í flokki 5v hryssna með 8,38. 
[...Meira]

Kynbótasýningar í Herning og Wurz

28.04.2016
 Nú eru að hefjast kynbótasýningar í Herning í Danmörku og Wurz í þýskalandi. Á sýningu í Herning eru skráð 31 hross og hefjast byggingadómar þar í dag, og á morgun föstudag í Wurz en þar eru skráð 28 hross. Meðfylgjandi er listi yfir skráð hross á þessar sýningar.
[...Meira]

Fordómum lokið í Kronshof

27.04.2016
 Fyrsta kynbótasýning þýskalands með fullnaðardómum hóst í gær í Kronshof  en tvær aðrar sýningar voru haldnar fyrr í þessum mánuði og var þar einungis byggingadæmt. Á meðfylgjandi lista sjást fórdómar dagsins en yfirlitssýning verður haldin á morgun 28.04.16.
[...Meira]

Íþróttamóti í Vendsyssel frestað vegna kverkeitlabólgu

27.04.2016
 Vendsyssel Open sem halda átti í Danmörku nú um komandi helgi hefur verið aflýst vegna smithættu á kverkeitlabólgu. Í tilkynningu frá mótshöldurum kemur fram að ekki sé ráðlegt að halda mótið vegna smithættu sem getur skapast þegar svo mörg hross eru komin saman á einum stað. 
[...Meira]

Röskun sýningahalds á íslenska hestinum í Danmörku vegna kverkeitlabólgu

26.04.2016
 Kverkeitlabólga er alvarlegur hrossasjúkdómur sem telst landlægur í öllum okkar nágrannalöndum. 
[...Meira]

Askja Ísabel þórsdóttir og Smellur frá Reykjavík urðu Jótlandsmeistarar

19.04.2016
 Askja Ísabel þórsdóttir og Smellur frá Reykjavík urðu Jótlandsmeistarar í dag. Hún hefur unnið þennan titil þrisvar sinnum . Fyrstu tvö skiptin vann hún á Óm frá Gíslholti enn það hefur verið hennar aðal keppnishestur frá því hún flutti til Danmerkur.
[...Meira]
Tölt on Ice 2016

Jói Skúla og Hnokki sigra enn einu sinni

Lokaeinkunn 9,39

2.04.2016
 Það var gríðaleg stemning í Kungsbacka Skautahöllinni í Svíþjóð í dag en þar fór fram Tölt on Ice 2016. Það kom engum á óvart að stjörnur kveldsins yrðu Jóhann Skúlason og Hnokki frá Fellskoti sem afgreiddu sína keppni með hvorki meira né minna en 9,39. Vignir Jónasson og Ivan frá Hammarby settust í annað sætið með 8,39
[...Meira]
Kjarni frá Auðsholtshjáleigu