World Toelt haldið næstu helgi

22.02.2012
World Toelt verður haldið í Óðinsvéum í Danaveldi um næstu helgi. Það er óhætt að segja að þarna komi saman þeir allra sterkustu, bæði knapar og hross. Meðfylgjandi eru ráslistar mótsins.
[...Meira]

22 hestar drápust í bruna

23.01.2012
22 hestar drápust þegar eldur kom upp í hesthúsi á bæ í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum. Hestarnir voru sýningarhestar sem höfðu tekið þátt í sýningum víða um Bandaríkin. Verðmæti þeirra hleypur á tugum þúsunda dollara.
[...Meira]

Hestavefurinn Isibless hélt vetrarveislu – Bless Awards 2012

Rætandi ársins í Þýskalandi er Uli Reber

17.01.2012
Íslands hestafréttavefurinn Isibless í Þýskalandi efndi til mikillar veislu um síðustu helgi. Tilefnið var að heiðra og verðlauna knapa, ræktendur og hross í þýskalandi. Það voru lesendur Isibless sem kusu eftirfarandi knapa og hross.
[...Meira]

Gamlir garpar sýndir á HM 2013

10.01.2012
Heimsleikar íslenska hestsins sem haldnir verða í Berlín á næsta ári geta orðið mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn. Hópreið í gegnum Brandenborgarhliðið í miðborg Berlínar gæti vakið heimsathygli.
[...Meira]

Hélt á eigin höfði eftir að hafa dottið af baki

7.01.2012
Hin 26 ára gamla Thea Maxfield lenti í hræðulegu slysi er hún féll af hestbaki og hálsbrotnaði. Hesturinn fældist og Thea féll af baki og hálsbrotnaði svo höfuð hennar rétt svo hékk á líkama hennar.
[...Meira]

Krúttsprengja dagsins

3.01.2012
Þessi þriggja ára stúlka fer alveg á kostum með merina sína, hina 9 vetra Cecilíu. Meðfylgjandi myndbönd fá þá allra hörðustu til að brosa, annað er ekki hægt.
[...Meira]

Ísland ein mesta hestaþjóð veraldar

2.01.2012
„Er Ísland mesta hestaþjóð veraldar?“ er spurt í fyrirsögn hestavefjarins Horsetalk og vikið að þeirri niðurstöðu Ingibjargar Sigurðardóttur, dósents við Háskólann á Hólum, að hestaeign sé hér miklu útbreiddari en í Evrópu.
[...Meira]

Fullbókað í Tölt og fjórgang á World Tölt 2012

-á huldu hvaða hest Jói Skúla mætir með

4.12.2011
Áhuginn fyrir World Tölt sem haldið verður í Arena Fyn í Óðinsvéum í Danmörku er mikill. Búið er að loka fyrir skráningar í tölt og fjórgang þar sem fullt er orðið í þessar greinar.
[...Meira]

Fyrsti þátttakandinn frá Austurríki á Old Heroes á HM 2013 er Blær frá Minni Borg

28.11.2011
Þrír stórgæðingar til viðbótar boða komu sína á ,,Old Heroes'' á HM 2013 í Berlin. Gordon frá Stóru Ásgeirsá (1988) heimsmeistari í skeiði ásamt Didda Bárðar. Gordon er í fantaformi en hann er í eigu Bernd Schliekermann.
[...Meira]

Búið að velja fyrstu hross á Heimsleika 2013!

28.11.2011
Búið er að stofna síðu á Facebook sem heitir Gamlar hetjur – við verðum á HM í Berlín 2013. Tilgangur þessa hóps er að safna saman 30 gömlum hetjum (hrossum) sem keppt hafa á HM og verða sýnd á Heimsmeistaramótinu í Berlín 2013.
[...Meira]

Fyrsta þýska gæðinga meistaramótið

22.11.2011
Fyrsta þýska gæðinga meistaramótið er orðið að veruleika í Þýskalandi. Keppninn verður haldin á búgarði Walter Feldmann, Aegidienberg á næsta ári. Sagt er frá þessu í þýskum fjölmiðlum í dag.
[...Meira]

Heimsmeistarar á World Toelt 2012

16.11.2011
Fjórir nýkrýndir heimsmeistarar frá Heimsmeistaramótinu í Austurríki 2011 hafa tilkynnt komu sína á World Toelt 2012. Það eru knaparnir Anne Stine Haugen, Magnus Skúlason, Tina Kalmo Pedersen og að sjálfsögðu besti töltreiðmaður heims, Jóhann R. Skúlason.
 
[...Meira]

Íslenskir hestar á Times Square

7.11.2011
Ljósaskiltin og umferðarniðurinn á Times Square í New York eru ekki beinlínis náttúrulegt umhverfi íslenska hestsins, enda vöktu gæðingarnir Klerkur og Dagfari talsverða athygli þegar þeir spókuðu sig þar í morgun. Hestarnir komu fram í beinni útsendingu í sjónvarpsþættinum Good Morning America, fyrir framan 4,5 milljónir áhorfenda.
[...Meira]

HM í Berlín 2013 - kynningarfundir

Búist er við a.m.k. 20.000 gestum frá 19 þjóðlöndum

2.11.2011
Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í fyrsta skipti í miðri stórborg. Mótið verður haldið á fallegum stað í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst. Búist er við a.m.k. 20.000 gestum frá 19 þjóðlöndum.
[...Meira]

Byggingadómar í Zachow

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

29.09.2011
Byggingadómar hófust í morgun á kynbótasýningu sem nú er haldin í Zachow í Þýskalandi. Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirsson er farin að láta til sín taka á öllum sviðum í nýju landi, en hann aðstoðaði Stefan Schenzel við mælingu hrossana í morgun. Meðfylgjandi eru byggingadómar sýningarinnar.
[...Meira]
Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirs, sýnir eitt hross!

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

Sýningarskrá kynbótahrossa

28.09.2011
Það er mikið um að vera á búgarði Gunter Weber, Zachow í Þýskalandi næstu daga. Ídag hófust byggingadómar á hinni árlegu kynbótasýningu sem þar er haldin og lýkur sýningunni þann 30. September á yfirlitssýingu.
[...Meira]
Icelandic horses break through ice - UNCUT VERSION