Landsmót 2011

Úrslit úr forkeppni í B-flokki

Kjarnorka frá Kálfholti er efst með 8,84

27.06.2011
Kjarnorka frá Kálfholti er efst eftir forkeppni í B-flokki á Landsmóti með 8,84, knapi að sjálfsögðu Sigurður Sigurðarson. Annar hestur er Eldjárn frá Tjaldhólum með 8,74, knapi Guðmundur Björgvinsson og þriðja er Alfa frá Blesastöðum 1A með 8,72, knapi á henni var Sigurstienn Sumarliðason.
[...Meira]

Yfirheyrðir vegna dýraníðs

Enginn hefur réttarstöðu grunaðs

27.06.2011
Lögreglan á Sauðárkróki hefur yfirheyrt nokkra menn í tengslum við dýraníðsmál sem upp kom á hestabýlinu Flugumýri í Skagafirði. Í síðustu viku var málið kært til lögreglu en dularfullir áverkar höfðu fundist á þremur hryssum á býlinu. Allar voru þær með skurði, en tvær voru með skurð á snoppu og ein þeirra með skurð á kynfærum.
[...Meira]

Amy Winehouse

27.06.2011
Amy Winehouse tæki sig vel út á Landsmóti, berfætt hjálmlaus og með óstjórn á taumhaldi. Toppurinn sem skvísan klæðist á vel við "Just Do It" skál.
 
[...Meira]
Landsmót 2011

Herra ISIBLESS mættur á Landsmót

27.06.2011
Hann er oftast kallaður Mr. Isibless fjölmiðlagúrúinn Henning Drath sem rekur þýska vefmiðilinn www.isibless.de. Henning er þekktur fyrir skemmtilegar og beittar fréttir af heimi hestamenskunnar í Þýskalandi. Á meðfylgjandi myndbandi sjáum við landsmót með hans augum.
[...Meira]

Landsmót UMFÍ 50 + - úrslit

25.06.2011
Þá er fyrsta landsmóti UMFÍ 50 + í hestaíþróttum lokið. En landsmót UMFÍ 50+ stendur núna yfir á Hvammstanga dagana 24. – 26. Júní. Mótið var skemmtilegt og margir flottir knapar tóku þátt. Það var greinilegt að knapar í þessum aldursflokki gefa yngri knöpum ekkert nema síður sé.
[...Meira]

Hestasæði drukkið á nýsjálenskri krá

25.06.2011
Hestasæði með eplabragði er nú á boðstólnum á nýsjálenskri krá í Wellington í tilefni af mánaðarlangri hátíð þar í landi sem einkennist af bjórdrykkju og undarlegum matarsamsetningum.
[...Meira]
Landsmót 2011

Mikið “aksjón” - myndir

24.06.2011
Það er mikið um að vera hér á Vindheimamelum í Skagafirði í dag. Knapar eru á fullu að þjálfa gæðinga sína og koma sér fyrir á tjaldsvæðunum.  Fulltrúi Landsmóts rölti um glæsilegt mótssvæðið og tók púlsinn á fólki í dag.
[...Meira]

Gæðingaveisla á Sörlastöðum 25.-27. ágúst

23.06.2011
Glæsilegt gæðingamót verður haldið á Sörlavöllum dagana 25.-27. ágúst næstkomandi. Mótið verður í algjörgum sérflokki að öllu leyti og vegleg penningaverðlaun í fullorðinsflokkum en stórglæsilegar gjafir fyrir efstu sætin í yngri flokkum.
[...Meira]

Hryssa kastaði tveimur sprækum folöldum

„Þetta var reglulega óvænt“

1.06.2011
„Þetta var reglulega óvænt,“ segir Guðjón Antonsson á Hvolsvelli um hryssu sína sem kastaði tveimur folöldum aðfaranótt mánudags. Hryssan er ásamt fleiri hrossum á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjum. Sjaldgæft er að hryssur eignist tvíburafolöld.
[...Meira]
Þórður Þorgeirsson árið 1994