Tveir nýir knapar í liði Auðsholtshjáleigu/Horse export/Strandarhöfði

10.11.2019
Áttunda og síðasta liðið sem við kynnum til leiks er lið Auðsholtshjáleigu/Horse export/Strandarhöfði. Lið Auðsholtshjáleigu / Horse export hefur verið með í deildinni frá árinu 2010 en í ár bætist við ræktunarbúið Strandarhöfuð.
[...Meira]

Top Reiter liðið er óbreytt

9.11.2019
Sjöunda liðið sem við kynnum til leiks er lið Top Reiters en knapar eru þeir sömu og í fyrra. Liðið hefur verið sigursælt í Meistaradeildinni en það sigraði liðakeppnina árin 2012, 2013, 2014 og 2017. Knapar eru Teitur Árnason, Árni Björn Pálsson, Eyrún Ýr Pálsdóttir, Konráð Valur Sveinsson og Matthías Leó Matthíasson.
[...Meira]

Töluverðar breytingar á liði Hrímnis/Export hesta

7.11.2019
Sjötta liðið sem við kynnum til leiks er lið Hrímnis/Export hesta. Hrímnir var fyrst með lið í deildinni árið 2010 en Export hestar bætust við árið 2012. Liðið sigraði liðakeppnina í fyrra, árið 2019. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á knöpum, Viðar Ingólfsson og Siguroddur Pétursson héldu áfram en ný inn koma þau Arnar Bjarki Sigurðsson, Flosi Ólafsson og Fredrica Fagerlund.
[...Meira]

Lið Líflands skiptir um nafn og knapa.

6.11.2019
Fimmta liðið sem við kynnum til leiks er lið Eques / Kingsland. Liðið tók fyrst þátt í deildinni árið 2018, undir nafni Líflands, og sigruðu liðakeppnina sama ár. Nú í ár keppir það undir nafninu Eques / Kingsland en knaparnir eru nánast þeir sömu og í fyrra.
[...Meira]

Landsliðið á Bessastöðum

6.11.2019
Landsliðsnefnd LH hélt sannkallaðan uppskerudag fyrir HM-landsliðið í hestaíþróttum laugardaginn 2. nóvember. Í rauðabítið var haldið í Bláa lónið þar sem liðsmenn létu fara vel um sig drjúga stund. Bláa lónið er einn af stærstu styrktaraðilum landsliðsins og er því vel við hæfi að fagna góðu gengi ársins á þessu magnaða stað.
[...Meira]

Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

4.11.2019
Fremstu afreksknapar og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á Uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi.
[...Meira]

Lið Gangmyllunnar er óbreytt

29.10.2019
Fjórða liðið sem við kynnum til leiks er lið Gangmyllunar en það tók fyrst þátt í Meistaradeildinni árið 2013. Liðstjóri er Bergur Jónsson en aðrir knapar eru þau Olil Amble, Elin Holst, Sigurður Sigurðarson og Ævar Örn Guðjónsson.
[...Meira]

Æska Suðurlands 2020

29.10.2019
Nú annað árið í röð fer fram Æska Suðurlands sem er mótaröð og samvinnuverkefni hestamannafélaga á suðurlandi.
[...Meira]

Lið Ganghesta/Austuráss

26.10.2019
Lið Ganghesta/Austuráss hét hér áður Ganghestar/Margrétarhof en með nafna breytingunni urðu líka breytingar á knöpum. Liðsmenn í þessu liði eru Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri, Edda Rún Ragnarsdóttir, Glódís Rún Sigurðardóttir, Telma Lucinda Tómasson og Ragnhildur Haraldsdóttir.
[...Meira]

Uppsveitadeildin 2020

25.10.2019
Undirbúningur er hafinn fyrir Uppsveitadeildina 2020. Deildin hefst í lok janúar. Deildin verður með sama sniði og árið 2019, að undanskildum Smalanum, sem verður ekki hluti af dagskrá vetrarins.
[...Meira]
Liðakynning í Meistaradeildinni 2020

Ein breyting hjá Hestvit/Árbakka

Lið Hestvits / Árbakka

24.10.2019
Annað liðið sem við kynnum til leiks er lið Hestvits / Árbakka.
[...Meira]

Meistaradeildin í hestaíþróttum 2020

Lið Hjarðartúns

23.10.2019
Meistaradeildin í hestaíþróttum hefst 30.janúar 2020. Þar munu átta lið og 40 knapar etja kappi saman en eftir veturinn mun einungis eitt lið og einn knapi standa uppi sem sigurvegari.
[...Meira]

Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu

23.10.2019
Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin á Hótel Sögu 2. nóvember.
Húsið opnar kl. 19.00.
[...Meira]

Tilnefningar til knapaverðlauna og keppnishestabús ársins 2019

22.10.2019
Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins liggja fyrir. Verðlaunin verða veitt á Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu 2. nóvember. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi og miðapantanir sendar á netfangið [email protected]
[...Meira]

Suðurlandsdeildin 2020

2.10.2019
Undirbúningur er hafinn fyrir fjórða keppnisárið í Suðurlandsdeildinni! Frábær stemning hefur verið í deildinni síðustu ár og er sko enginn bilbugur á fólki. Nú er tækifæri til þess að setja saman lið og vera með á komandi keppnistímabili í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í Rangárhöllinni á Hellu! Þrjú sæti eru laus í deildinni.
[...Meira]

Herrakvöld Fáks 2019

1.10.2019
Forsala miða á Herrakvöld Fáks hófst í gær í Skalla Hraunbæ og stendur út vikuna. Tryggið ykkur miða í tíma.
[...Meira]

Keppnishestabú ársins - árangur

27.09.2019
Á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 2. nóvember n.k. á Hótel Sögu, verður að venju verðlaunað keppnishestabú ársins.
[...Meira]

Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu

18.09.2019
Það styttist óðum í uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda. Hátíðin er að þessu sinni haldi á Hótel Sögu og býður Hótel Saga veislugestum sértilboð á gistingu í tengslum við hátíðina. Boðið verður upp á þriggja rétta hátíðarmatseðil ásamt hefðbundinni dagskrá uppskeruhátíðar.
[...Meira]

Herrakvöld Fáks 2019

16.09.2019
Hið margrómaða Herrakvöld Fáks verður haldið laugardaginn 5. október næstkomandi í Félagsheimilinu í Víðidal. Þetta mikla gleðikvöld verður með hefðbundnum hætti; villibráðarhlaðborð að hætti Silla kokks, happdrætti, góðir drykkir á barnum og góðir menn í salnum.
[...Meira]

Laufskálaréttir 2019

Laugardaginn 28. september

16.09.2019
Réttað er í Laufskálarétt í Hjaltadal síðustu helgina í september. Sú hefð hefur skapast að haldin er skemmtun í Reiðhöllinni Svaðastöðum (Sauðárkrókur) á föstudagskvöldinu. *upphitun*
[...Meira]
The Uniqeness of Icelandic Horses | Equestrian World