Forkeppni í fjórgangi á HM í Berlín

7.08.2019
 Þriðjudaginn 6. ágúst hófst íþróttakeppni heimsmeistarmótsins í Berlín með forkeppni fjórgangi. Íslendingar tefldu fram fjórum knöpum í flokki fullorðinna og tveimur í ungmennaflokki. 
[...Meira]

Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi

5.08.2019
 Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.
[...Meira]

Setningarathöfn Heimsmeistaramóts íslenska hestsins 2019

4.08.2019
 Setningarathöfn Heimsmeistaramóts íslenska hestsins 2019 í Berlín fór fram í dag og þar með er mótið formlega hafið. Liðin gengu inn á keppnisvöllinn hvort af öðru og stilltu sér upp í miðju vallarins. Hópreið fór einnig í gegnum borgina allt frá Brandenborgarhliðinu og inn á keppnissvæðið í Karlshorst. 
[...Meira]

Þjóðakvöld landsliða var haldið á laugardagskvöld á HM í Berlín.

4.08.2019
Boðið var upp á þjóðlega rétti frá hverju landi og keppendur frá öllum löndum náðu að hittast og spjalla.
[...Meira]

Frétt af HM í Berlín

3.08.2019
 Landsliðsknapar og hestar eru nú allir komnir á keppnissvæðið í Karlshorst í Berlín. Liðið er í óða önn koma sér fyrir og kynna sér aðstæður og skipulag á svæðinu.
[...Meira]

Upphitunarþáttur um heimsmeistaramót íslenska hestsins sem fram fer í Berlín dagana 4. til 11. ágúst.

1.08.2019
 HM Íslenska hestsins fer fram í Berlín dagana 4.-11. ágúst. Ísland teflir fram gríðarsterku liði hesta og knapa og væntingarnar eru miklar.
[...Meira]

Fákaflug 2019 á Sveitasælu

1.08.2019
 Fákaflug á Sveitasælu,  Opið gæðingamót. Völlurinn við Flæðagerði.
[...Meira]

Dagskrá Heimsmeistaramótsins

31.07.2019
 Fimm dagar í Heimsmeistaramótið í Berlín. Meðfylgjandi er dagskrá mótsins.
[...Meira]

Lífland styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

31.07.2019
 Það var í nógu að snúast í gær þegar landsliðsknapar komu í höfuðstöðvarnar að sækja reiðfatnað sem Lífland leggur til fyrir þá knapa sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í næstu viku. 
[...Meira]

Áhugamannadeild Spretts 2020

25.07.2019
 Undirbúningur er hafinn fyrir sjötta keppnisárið í Áhugamannadeild Spretts. Síðastliðin keppnisár hafa heppnast mjög vel og erum við Sprettarar gífurlega þakklát keppendum, áhorfendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem hafa komið að uppbyggingu deildarinnar. Equsana verður áfram aðal styrktaraðili deildarinnar þriðja árið í röð og þökkum við þeim kærlega fyrir.
[...Meira]

Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar - Úrslit

Allir tímar og niðurstöður greina

25.07.2019
 Í kvöld fóru fram Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins að Brávöllum á Selfossi. Keppt var venju samkvæmt í 250 metra skeiði, 150 metra skeið og 100 metra skeiði.
[...Meira]

Málum stúkuna bláa

24.07.2019
 Stuðningsmannatreyja íslenska landsliðsins í hestaíþróttum er polobolur úr afar vönduðu efni með góðri öndun. Fæst bæði í karla- og kvennasniði í öllum stæðrum og einni barnastærð. Verð 5.900 kr. Treyjan er væntanleg í verslun Líflands og verður einnig til sölu á Heimsmeistaramótinu í Berlín í bás Horses of Iceland.
[...Meira]

Áhugamót Íslands 2019 Landhótel

24.07.2019
 Áhugamannamót Íslands 2019 verður haldið á Rangárbökkum við Hellu helgina 26-28.júlí næstkomandi.
[...Meira]

Meistaradeild auglýsir eftir liðum fyrir deildina 2020

24.07.2019
Meistaradeild í hestaíþróttum auglýsir eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar 2020. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2019 og senda skal umsóknina á netfangið [email protected] Í umsókninni þarf að koma fram liðseigendur og knapar liðsins. 
[...Meira]

Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar

Dagskrá og ráslistar

24.07.2019
 Í kvöld fara fram þriðju Skeiðleikar ársins á Brávöllum á Selfossi. Leikarnir hefjast klukkan 19:30 á keppni í 250 metra skeiði. Nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið.
[...Meira]

Sunnlensk hross dópuð af kannabis

23.07.2019
 Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur. 
[...Meira]

Þriðju Skeiðleikar sumarsins

19.07.2019
 Þriðju skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2019 verða haldnir á Brávöllum á Selfossi miðvikudagskvöldið 24.júlí.
[...Meira]

Graðfolinn glaði sem átti ekki að fæðast er núna sá hæst dæmdi

17.07.2019
 Eitt skærasta ungstirni íslenskra stóðhesta varð til fyrir slysni og fæddist án þess að eigendurnir hefðu hugmynd um að von væri á honum. Hann er sá hæst dæmdi meðal fjögurra vetra hesta í ár, kemur úr Hörgárdal en sjá mátti gæðinginn í fréttum Stöðvar 2. 
[...Meira]

Val á landsliði í hestaíþróttum fyrir HM

15.07.2019
 Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín var kynnt í verslun Líflands í dag en Lífland er einn aðal styrktaraðili landsliðsins.
 
[...Meira]
Þórður Þorgeirsson árið 1994