Úrslitin ráðast á lokamótinu

28.03.2012 - 13:41
Lokamót Meistaradeildar verður haldið föstudaginn 30 mars í Ölfushöllinni. Þar sem mikil eftirvænting er fyrir þessu lokamóti mun húsið opna kl 17:00 þar sem gestir geta fylgst með knöpum og hestum undirbúa sig fyrir loka átökin, gríðarleg spenna er í deildinni og geta fjórir knapar tryggt sér þennan spennandi Meistaradeildar titil  ekki má gleyma liðakeppninni þar er ekki síður hart barist.
 
Áhorfendur geta kosið knapa sem hefur sýnt fagmannlega reiðmennsku allt mótið og gildir þeirra atkvæði 50% á móti dómurum og stjórn.
 
Svo allir fari nú ekki tómhentir heim þá er happadrætti í boði og kostar hver miði aðeins 1.000 krónur það er nú aldeilis ódýrt tollur í dag, eftirfarandi hestar eru í boði  Konsert frá Korpu, Máttur frá Leirubakka, Tónn frá Melkoti, Leiknir fá Vakurstöðum,, Leoarnd frá Vakurstöðum bróðir Leiknis  Aron sonur og Stormur frá Leirulæk.
 
Kveikt verður upp í grillinu,  grillað verður lambakjöt og kjúklingalæri með hrásalati, kartöflusalati og kaldri piparsósu verð fyrir allt þetta er aðeins 1.500 krónur og að auki verður boðið upp á barnum tveir fyrir einn ís kaldur á barnum á krónur 500 frá kl 17-19  og að sjálfsögðu er í boði pizzur handa þeim sem vilja, Trúbador verður á staðnum sem mun halda uppi góðri stemmningu.
 
Meistaradeildin staðan í einstaklingskeppni:                                                   Staðan á liðakeppninni
Artemisia Bertus  lið Hrímnis                                        41 stig                                 1. sæti Top Reiter / Ármót 280,5 stig
Jakob Svavar Sigurðsson lið Top Reiter / Ármót   41 stig                                 2 .sæti Lýsi 262 stig
Sara Ástþórsdóttir Ganghestar / Málning               34 stig                                 3. sæti Hrímnir 260 stig
Sigurbjörn Bárðarson Lýsi                                             32 stig                                 4. sæti Árbakki / Norður- Götur 241 stig
Sigurður Sigurðarson Lýsi                                              29 stig                                 5. sæti Ganghestar / Málning 237 stig
 
 
 
Fyrir hönd stjórnar þá viljum við þakka ykkur fyrir veturinn
 
Með kveðju,
 
f.h stjórnar Meistaradeildar í hestaíþróttum
Kristinn Skúlason
GSM: 822-7009