Góð byrjun hjá landsliðinu

10.08.2016 - 15:41
 "Hér er allt gott að frétta", segir Páll Bragi liðsstjóri landsliðsins. "Aðstæður góðar og vellir mjög fínir. Liðið er að standa sig mjög vel, áttum mjög góðar forkeppnir í gæðingakeppninni í gær. Heppnin var ekki alveg með okkur í fimmgangi ungmenna í dag, en í fullorðinsflokki voru þau Olil og Reynir með dúndur sýningar".