Fundarferð um málefni hestamanna – næstu fundir

02.03.2017 - 18:59
 Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar, ferðast um landið og far m.a. yfir eftirfarandi málefni: 
 
Félagskerfi Félags hrossabænda.
Markaðsmál.
Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala.
Nýjungar í skýrsluhaldinu.
Nýjungar í kynbótadómum. 
Næstu fundir verða á eftirfarandi stöðum: 
2. mars fimmtudagur - Eyjafjörður - Reiðhöllin á Akureyri kl. 20:00. 
3. mars föstudagur - Skagafjörður - Tjarnarbær/reiðhöllin kl. 20:00. 
Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.