Hross stöðva um­ferð í Ártúns­brekku

07.05.2019 - 10:47
 Tvö hross á ferð um Árbæinn ollu töluverðum umferðartöfum nú í morgunsárið. Lögreglu barst tilkynning um hestana seint á sjöunda tímanum en þeir voru gripnir um áttaleytið. Mbl greindi fyrst frá málinu í morgun.
 
Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að fyrst hafi sést til hrossanna uppi í Árbæ en þau hafi farið hratt yfir og voru að lokum handsömuð við N1 í Ártúnsbrekku.
 
Sjá nánar 
Frétt visir
Ljós­mynd/Ó​laf­ur A. Jóns­son