Þjóðakvöld landsliða var haldið á laugardagskvöld á HM í Berlín.

04.08.2019 - 10:24
Boðið var upp á þjóðlega rétti frá hverju landi og keppendur frá öllum löndum náðu að hittast og spjalla.
 
Ísland bauð upp á dýrindis hlaðborð sem dyggir styrktaraðilar landsliðsins gáfu og færir LH þeim bestu þakkir fyrir. Eðalfiskur gaf reyktan og grafinn lax, Esja gæðafæði gaf tvíreykt hangilæri og hangiálegg, MS gaf skyr og jógúrtdrykki, Ó Johnson og Kaaber gaf harðfisk, Ora gaf marineraða síld, Ölgerðin gaf Malt og Appelsín og Ísgel gaf kæligel til að halda þessu öllu fersku á leið til Berlínar með Icelandair Cargo. 
 
Sérstakar þakkir fær Helgi Björns fyrir að taka með sér splunkunýjar flatkökur frá Gæðabakstri til Berlínar sama dag, hvað er meira viðeigandi en að Helgi Björns ferðist með „flatbrauðssneið í töskunni“?
 
Íslenska landsliðið lauk svo kvöldinu með því að syngja "Ferðalok" fyrir veislugesti við undirleik Antons Páls, kom þar berlega í ljós að landsliðsknöpum er ýmislegt til lista lagt.
 
Meðfylgjandi myndbrot tók Gísli Einarsson frá RUV sem fylgir liðinu hvert fótmál í Berlín.
 
frétt/lhhestar.is