Forkeppni í slaktaumatölti á HM08.08.2019 - 17:42
Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey eru í þriðja sæti að lokinni forkeppni í slaktaumatölti sem fór fram í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín.
 
Efst er Julia Christiansen og Stormur frá Hemlu og Stefan Schenzen og Óskadís vom Habichtswald eru í öðru sæti. Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði enduðu í ellefta sæti í flokki fullorðinna og Máni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi enduðu í 23. sæti og hafa þar með lokið þátttu sinni á heimsmeistarmótinu

Í flokki ungmenna kepptu Hákon Dan Ólafsson og Stirnir frá Skriðu fyrir Íslands hönd og enduðu þeir í sjöunda sæti og b-úrslitum.

B-úrslit verða riðin að morgni föstudags og a-úrslit fara fram á sunnudag.
 
lhhestar.is