Tvö gull í gæðingaskeiði á HM

08.08.2019 - 23:17
Það var góður dagur á HM í Berlín í dag þegar fyrstu tvö gullin á mótinu féllu í hlut Íslendinga í gæðingaskeiði. Aðeins 0,03 skyldu að Teit Árnason og Dynfara frá Steinnesi og Magnús Skúlason og Völsu frá Brösarpsgården sem keppa fyrir Svíþjóð og höfðu Teitur og Dynfari vinninginn með einkunnina 8,66.
 
 Í þriðja sæti urðu Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi. Benjamín Sandur Ingólfsson og Messa frá Káragerði urðu svo heimsmeistarar í gæðingaskeiði í flokki ungmenna. Frábær árangur hjá þeim Benjamín og Teiti.

Glódís Rún Sigurðardóttir og Trausti frá Þóroddsstöðum kepptu einnig í flokki ungmenna en tókst sem skyldi. Glódís Rún hefur þar með lokið keppni á heimsmeistaramótinu.

Yfirlitssýningum kynbótahrossa er nú lokið og eiga Íslendingar efstu hross í fjórum flokkum af sex. Íslensku hryssurnar þrjá unnu allar sína flokka, Mjallhvít frá Þverholtum varð efst í flokki fimm vetra hryssna með aðaleinkunn 8,14, knapi á Mjallhvíti er Þórður Þorgeirsson, Eyrún Ýr varð efst í flokki sex vetra hryssna með aðaleinkunn 8,58, knapi á Eyrúnu Ýr er Eyrún Ýr Pálsdóttir og Elja frá Sauðholtum varð efst í flokki sjö vetra hryssna með aðaleinkunn 8,76. Spaði frá Barkarstöðum varð efstur í flokki 6 vetra hesta með aðaleinkunn 8,61, knapi á Spaða er Helga Una Björnsdóttir. Hamur frá Hólabaki endaði annar í flokki fimm vetra stóðhesta með 8,44 í aðaleinkunn, knapi á Ham er Tryggvi Björnsson. Nói frá Stóra-Hofi var fulltrúi Íslands í flokki sjö vetra stóðhesta en hann heltist og fór því ekki í dóm.